Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 15:45 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/EPA Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira