Viðskipti innlent

Þrjú af stærstu sveitarfélögunum lækka fasteignaskatta á fyrirtæki

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Þrjú sveitarfélög hafa það í hyggju að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði.
Þrjú sveitarfélög hafa það í hyggju að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði. Vísir/Anton Brink

Þrjú sveitarfélög hyggjast lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði. Um er að ræða Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Akraneskaupstað. Þetta kemur fram í tilkynningu Félags atvinnurekenda.

Þessa dagana berst fjöldi tilkynninga sveitarfélaga um frumvörp að fjárhagsáætlun. Þar eru áform um það hjá flestum sveitarfélögum að lækka fasteignaskatt á íbúðahúsnæði, en eins og áður segir eru það einungis Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Akraneskaupstaður sem leggja til að lækka skattinn á atvinnuhúsnæði.

Félag atvinnurekenda skrifaði í haust til sveitarfélaganna þar sem ítrekað var mikilvægi þess að mæta hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarprósentu. Þar segir: „Þessar hækkanir eru afar íþyngjandi fyrir fyrirtæki og skoraði FA á sveitarfélögin að taka mið af þessum veruleika við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár. Þess má geta að jafnvel þau sveitarfélög sem lækka álagningarprósentu fá eftir sem áður auknar tekjur af fasteignagjöldum fyrirtækja.“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir viðbrögðin vonbrigði. „Við fögnum vissulega þeim lækkunum sem bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akranesi boða. Í mörgum öðrum stórum sveitarfélögum er eigendum íbúðarhúsnæðis sýnd sú sanngirni að lækka álagningarprósentuna til að mæta miklum hækkunum á fasteignamatinu. Við höfum ekki heyrt nein skynsamleg rök fyrir að ekki eigi að sýna eigendum atvinnuhúsnæðis sömu sanngirni.

„FA skorar á sveitarfélögin að gera breytingar við meðferð frumvarpa að fjárhagsáætlunum í sveitarstjórnum og sýna fyrirtækjunum sömu sanngirni og eigendum íbúðarhúsnæðis,“ segir Ólafur enn fremur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.