Fjárfesta í Meniga fyrir 380 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 08:12 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segist hæstánægður með samstarfið. aðsend Ítalski bankinn Unicredit hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga fyrir 3.1 milljónir evra, eða sem nemur 382 milljónum króna. Til viðbótar við fjárfestinguna hefur bankinn hafið innleiðingu á snjallsíma- og netbankalausnum Meniga. Fram kemur í tilkynningu frá íslenska fyrirtækinu að um sé að ræða „stærsta samning sinnar tegundar sem gerður hefur verið í Evrópu.“ Samstarfið var kynnt á Money 20/20, stærstu fjártækni-ráðstefnu Evrópu, í Amsterdam í dag. Í tilkynningunni segir að samstarfið muni meðal annars fela í sér endurbætur á snjallsíma- og netbankalausn bankans. Haft er eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og eins stofnenda Meninga, að hans fólk sé spennt fyrir að taka þátt í „stafrænu umbreytingarferli UniCredit,“ og að geta innleitt nýjar lausnir fyrir viðskiptavini þessa stóra banka.Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóri UniCredit.aðsend„Fjárfesting UniCredit mun gera okkur kleift að einblína á áframhaldandi vöxt og þróun fjármálalausna í fremstu röð. UniCredit er einn stærsti banki Evrópu með starfsemi í 17 löndum og það er mikill heiður fyrir Meniga að banki af þessari stærðargráðu hafi ákveðið að fjárfesta í Meniga og velja okkur sem lykilsamstarfsaðila bankans í nýsköpun og fjártækni.“ segir Georg. Í sömu tilkynningu er jafnframt haft eftir Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóra UniCredit, að samstarfið sé mikilvægur liður í vegferð bankans. UniCredit hafi lagt mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á „persónulega upplifun“ og lausnir Meniga falli vel að þeirri áherslu. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 50 milljón manns í 23 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu banka heims, þeirra á meðal Swedbank, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Tækni Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Ítalski bankinn Unicredit hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga fyrir 3.1 milljónir evra, eða sem nemur 382 milljónum króna. Til viðbótar við fjárfestinguna hefur bankinn hafið innleiðingu á snjallsíma- og netbankalausnum Meniga. Fram kemur í tilkynningu frá íslenska fyrirtækinu að um sé að ræða „stærsta samning sinnar tegundar sem gerður hefur verið í Evrópu.“ Samstarfið var kynnt á Money 20/20, stærstu fjártækni-ráðstefnu Evrópu, í Amsterdam í dag. Í tilkynningunni segir að samstarfið muni meðal annars fela í sér endurbætur á snjallsíma- og netbankalausn bankans. Haft er eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og eins stofnenda Meninga, að hans fólk sé spennt fyrir að taka þátt í „stafrænu umbreytingarferli UniCredit,“ og að geta innleitt nýjar lausnir fyrir viðskiptavini þessa stóra banka.Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóri UniCredit.aðsend„Fjárfesting UniCredit mun gera okkur kleift að einblína á áframhaldandi vöxt og þróun fjármálalausna í fremstu röð. UniCredit er einn stærsti banki Evrópu með starfsemi í 17 löndum og það er mikill heiður fyrir Meniga að banki af þessari stærðargráðu hafi ákveðið að fjárfesta í Meniga og velja okkur sem lykilsamstarfsaðila bankans í nýsköpun og fjártækni.“ segir Georg. Í sömu tilkynningu er jafnframt haft eftir Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóra UniCredit, að samstarfið sé mikilvægur liður í vegferð bankans. UniCredit hafi lagt mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á „persónulega upplifun“ og lausnir Meniga falli vel að þeirri áherslu. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 50 milljón manns í 23 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu banka heims, þeirra á meðal Swedbank, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo.
Tækni Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira