Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2018 22:00 Nissan Altima hefur selst illa undanfarið vestra. Stórlækkaður hagnaðar Nissan á sölu bíla í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur ákveðið að minnka framleiðslu bíla sinna þar um 20%. Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. Mun niðurskurðurinn eiga við í tveimur verksmiðjum Nissan í Bandaríkjunum og þremur í Mexíkó. Það mun þó ekki leiða til uppsagna starfsfólks í verksmiðjunum. Frá mars í fyrra og til mars í ár hefur sala Nissan bíla fallið um 9,2% í Bandaríkjunum, en nokkur aukning var á sölu árið 2016. Það er helst slök sala Nissan Altima bílsins sem skýrir út hina minnkandi sölu, en ný gerð hans verður kynnt seinna á þessu ári. Fjárhagsár Nissan kláraðist í lok mars og hagnaður á sölu í Bandaríkjunum lækkaði um 30,5%. Nissan hefur ríflega tvöfaldað sölu bíla sinna í Bandarikjunum frá árinu 2010 og selur nú þar um 1,6 milljónir bíla á ári, en það er fast að 10% sölu allra bíla í landinu á ári. Um 60% allra seldra bíla Nissan í Bandaríkjunum eru framleiddir þar í landi eða í Mexíkó. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Stórlækkaður hagnaðar Nissan á sölu bíla í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur ákveðið að minnka framleiðslu bíla sinna þar um 20%. Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. Mun niðurskurðurinn eiga við í tveimur verksmiðjum Nissan í Bandaríkjunum og þremur í Mexíkó. Það mun þó ekki leiða til uppsagna starfsfólks í verksmiðjunum. Frá mars í fyrra og til mars í ár hefur sala Nissan bíla fallið um 9,2% í Bandaríkjunum, en nokkur aukning var á sölu árið 2016. Það er helst slök sala Nissan Altima bílsins sem skýrir út hina minnkandi sölu, en ný gerð hans verður kynnt seinna á þessu ári. Fjárhagsár Nissan kláraðist í lok mars og hagnaður á sölu í Bandaríkjunum lækkaði um 30,5%. Nissan hefur ríflega tvöfaldað sölu bíla sinna í Bandarikjunum frá árinu 2010 og selur nú þar um 1,6 milljónir bíla á ári, en það er fast að 10% sölu allra bíla í landinu á ári. Um 60% allra seldra bíla Nissan í Bandaríkjunum eru framleiddir þar í landi eða í Mexíkó.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent