Viðskipti innlent

Áætlunarflugi til Sauðárkróks hætt

Kristján Már Unnarsson skrifar
Flugvél Ernis á Alexandersflugvelli í Skagafirði.
Flugvél Ernis á Alexandersflugvelli í Skagafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. 

Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. 

„Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við.

„En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.

Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt.

„Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.

„Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. 

Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Stöð 2/Sigurjón Ólason.

Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. 

„Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll

Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
6,84
7
11.046
ICEAIR
3,1
25
830.036
EIM
1,9
9
136.109
SYN
1,85
9
131.289
SIMINN
1,81
7
296.112

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,23
7
347.873
SJOVA
0
8
305.217
MAREL
0
4
10.513
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.