Skoðun

Icelandic lamb postulinn

Árni Stefán Árnason skrifar

Svavar Halldórsson er kostulegur postuli kostaður af Markaðsstofunni Icelandic lamb.



Í grein í Fréttablaðinu nýlega rekur hann heimildir, sem stuðla að því að neytendur hlaupi upp til handa og fóta og kjósi íslenska lambakjötið í neyslu sinni og kosti þess, að hirða það upp úr kælinum.



Staðreyndin við lambakjötsframleiðslu er þessi.



Lömb eru dregin, skelfingu lostin, meðvituð um örlög sín til böðulsins í sláturhúsinu. Um það eru til heimildir sláturhúsastarfsmanna!



Íslendingar fagna á vori hverju  m.a. þegar sauðburður á sér stað. Hugsunin á þeim tíma er skammtímamörkuð, því miður. - Því verður eigi neitað að ungviðið gleður, en það gleymist, að segja hvað verður um það og til hvers það kom í þennan heim. - Til að deyja....frekar ömurlegum dauðdaga.



Áróðursviðleytni í garð neytenda um ágæti lambakjötsáts felur í sér að verið er, að hvetja kjötætur til að taka þátt í illri meðferð á dýrum, sauðfé.



Það er siðferðilega rangt og engum hefur tekist að sanna hið andstæða, réttlætið í því að murka líf úr dýri til manneldis. - Dráp á dýrum til manneldis er tímaskekkja í vel upplýstu samfélagi. Ísland er því miður ei í hópi slíkra samfélaga með linnulausu drápi sínu á búfé til manneldis og fyrirhuguð hvalveiðipyntingum Kristján Loftssonar eiganda Hvals.



Kæru samborgar sýnið dýrum virðingum Þau eiga jafnan rétt til lífs og ég og þú. Hættum að aflífa þau til manneldis.



Virðum líf þeirra jafnmikið og okkar eigið. Engum hefur tekist að sýna fram að að líf dýra sé gengislægra en líf manna.  Það er mannannaruglingur í ofríki hans gagnvart dýrum.

 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Hún

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×