Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 31. maí 2018 06:00 Mikið samfélagslegt tjón verður þegar fólk fær skemmd lyf og enginn veit af því, segir Erlingur Brynjúlfsson, tæknistjóri Controlant. Vísir Íslenska tæknifyrirtækið Controlant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti markaðarins er talið nema 13,4 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræðingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutninga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli.Lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kældum vörur sé talinn velta 13,4 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning.Erlingur Brynjúlfsson„Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega samfélagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur.Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vandann nýstárlega samanborið við keppinautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Controlant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frumtaki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjármagn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Controlant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti markaðarins er talið nema 13,4 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræðingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutninga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli.Lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kældum vörur sé talinn velta 13,4 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning.Erlingur Brynjúlfsson„Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega samfélagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur.Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vandann nýstárlega samanborið við keppinautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Controlant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frumtaki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjármagn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira