Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2018 19:00 Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur. Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur.
Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira