Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2018 19:00 Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira