Fyrsti Subaru Ascent jeppinn af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2018 06:00 Fyrsti Ascent jeppi Subaru kominn af færiböndunum í Lafayette. Í einu samsetningarverksmiðju Subaru utan Japans, sem staðsett er í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna, kom fyrsti Subaru Ascent jeppinn af færiböndunum fyrir skömmu. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkurn tíma framleitt, en hann er með þremur sætaröðum og kemur á markað með 7 sæta og 8 sæta útfærslum. Subaru hefur þegar gefið upp verð bílsins og í ódýrustu útgáfu hans kostar hann aðeins 32.970 dollara, eða um 3,3 milljónir króna. Munu fyrstu afhendingar á jeppanum hefjast í júní. Subaru framleiðir einnig Legacy og Outback bíla sína í verksmiðjunni í Lafayette og framleiddi 364.000 eintök af þeim þar í fyrra og selur grimmt af þeim vestanhafs. Það met verður væntanlega rækilega slegið með þessa viðbót Ascent jeppans í ár og áætlanir Subaru hljóða upp á framleiðslu á meira en 400.000 bílum í verksmiðjunni þetta árið.680.000 bíla sala í Bandaríkjunum Subaru framleiddi Tribeca jeppa sinn einnig í Lafayette, en hætti framleiðslu hans snemma árs 2014. Subaru áætlar að selja 680.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og yrði það tíunda árið í röð sem Subaru eykur sölu sína í Bandaríkjunum. Þeir bílar sem Subaru selur í Bandaríkjunum og eru ekki framleiddir í Lafayette eru innfluttir frá Japan. Subaru þurfti að bæta við 200 nýjum störfum í Lafayette með viðbót Ascent jeppans og þurfti að uppfæra verksmiðjuna með 140 milljón dollara fjárfestingu, eða sem nemur 14 milljörðum króna. Hætt er við því að Ascent jeppinn rati ekki að ströndum Íslands þar sem hann er í fyrstu eingöngu hugsaður til sölu í Bandaríkjunum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent
Í einu samsetningarverksmiðju Subaru utan Japans, sem staðsett er í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna, kom fyrsti Subaru Ascent jeppinn af færiböndunum fyrir skömmu. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkurn tíma framleitt, en hann er með þremur sætaröðum og kemur á markað með 7 sæta og 8 sæta útfærslum. Subaru hefur þegar gefið upp verð bílsins og í ódýrustu útgáfu hans kostar hann aðeins 32.970 dollara, eða um 3,3 milljónir króna. Munu fyrstu afhendingar á jeppanum hefjast í júní. Subaru framleiðir einnig Legacy og Outback bíla sína í verksmiðjunni í Lafayette og framleiddi 364.000 eintök af þeim þar í fyrra og selur grimmt af þeim vestanhafs. Það met verður væntanlega rækilega slegið með þessa viðbót Ascent jeppans í ár og áætlanir Subaru hljóða upp á framleiðslu á meira en 400.000 bílum í verksmiðjunni þetta árið.680.000 bíla sala í Bandaríkjunum Subaru framleiddi Tribeca jeppa sinn einnig í Lafayette, en hætti framleiðslu hans snemma árs 2014. Subaru áætlar að selja 680.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og yrði það tíunda árið í röð sem Subaru eykur sölu sína í Bandaríkjunum. Þeir bílar sem Subaru selur í Bandaríkjunum og eru ekki framleiddir í Lafayette eru innfluttir frá Japan. Subaru þurfti að bæta við 200 nýjum störfum í Lafayette með viðbót Ascent jeppans og þurfti að uppfæra verksmiðjuna með 140 milljón dollara fjárfestingu, eða sem nemur 14 milljörðum króna. Hætt er við því að Ascent jeppinn rati ekki að ströndum Íslands þar sem hann er í fyrstu eingöngu hugsaður til sölu í Bandaríkjunum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent