Bílar

Suður-Afríka vill tvöfalda bílaframleiðsluna

Finnur Thorlacius skrifar
Bílar settir saman í Suður-Afríku.
Bílar settir saman í Suður-Afríku.

Suður-Afríka er það land Afríku þar sem flestir bílar eru framleiddir en ársframleiðslan í fyrra nam 600.000 bílum og flestir þeirra voru fluttir út úr landinu. Toyota, Ford, Volkswagen, Nissan, BMW og Bejing Automotive eru með verksmiðjur í landinu og eru yfirvöld í Suður-Afríku nú í viðræðum við sum þessara fyrirtækja með það markmið að tvöfalda framleiðslu bíla í landinu og hefur boðið þeim skattaafslætti í því augnamiði. Fyrirætlanir yfirvalda í landinu eru hástemmdar og stendur vilji til þess að meira en tvöfalda framleiðsluna til ársins 2035 og framleiða þá 1,5 milljónir bíla. Mikill vöxtur er nú í bílaframleiðslu í Surður-Afríku og er búist við því að hún muni verða 850.000 bílar árið 2020.

Ef áætlanir yfirvalda í Suður-Afríku ganga eftir um tvöföldun framleiðslunnar verða starfsmenn sem vinna við bílaframleiðslu orðnir 225.000 og munar um minna í landi sem glímir við atvinnuleysi. Vandi bílaframleiðendanna sem framleiða bíla í Suður-Afríku er vegalengdin á sölumarkaði en að meðaltali þarf til dæmis að flytja þá bíla BMW sem framleiddir eru í landinu um 9.000 kílómetra leið. Því þarf að vera býsna hagkvæmt að framleiða BMW bíla í Suður-Afríku til að réttlæta mikinn flutningskostnað. Bílaframleiðslan skiptir efnahagslífið í landinu miklu máli en sjö prósent af virði allrar framleiðslu í landinu eru bílar. BMW hefur nýlega varið 49 milljörðum króna í nýja bílaverksmiðju norður af Pretoríu og í síðasta mánuði hófst þar framleiðsla á BMW X3 jepplingnum. Uppbygging stendur einnig yfir hjá Volkswagen og Nissan og var tekin ákvörðun um aukna framleiðslu þeirra beggja í landinu árið 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.