Formúla 1

„Konur eru það fallegasta sem til er í heiminum“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hamilton elskar skiltastelpurnar.
Hamilton elskar skiltastelpurnar. vísir/getty

Það ætlar að ganga illa hjá fólki í Formúlu 1 að sætta sig við að skiltastelpurnar séu farnar. Nú hefur heimsmeistarinn Lewis Hamilton kallað eftir því að fá þær aftur.

Yfirmenn íþróttarinnar sögðu það ekki vera í takt við þjóðfélagsandann að vera áfram með stelpurnar en margir mótmæltu að hætta með þær. Þar á meðal stelpurnar sjálfar sem og margir ökuþórar.

„Konur eru það fallegasta sem til er í heiminum. Keppnin í Monaco er mjög fáguð og það eru alltaf fallegar stelpur á svæðinu. Þannig er Monaco-kappaksturinn og það er yndislegt,“ sagði Hamilton.

Það verða stelpur á svæðinu í keppninni í ár en þó í dulargervi. Það koma nefnilega stelpur frá úraframleiðandanum Tag Heuer í gryfjuna en þær verða þó ekki með nein skilti.

Hamilton fær því að sjá fallegar stelpur áður en hann leggur af stað í sinn bíltúr.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.