Engin uppgjöf í verðstríði þrátt fyrir sex króna hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Eldsneytisverð hafa bara hækkað síðan verðstríðið hófst, bæði hjá Costco sem og Atlantsolíu og öðrum félögum. Fréttablaðið/Stefán „Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytislítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undanförnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmarkaðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco samkeppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreiknanlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krónur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytislítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atlantsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíufélög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum. Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytislítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undanförnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmarkaðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco samkeppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreiknanlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krónur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytislítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atlantsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíufélög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30