Viðskipti innlent

Jóhannes Þór nýr framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jóhannes Þór Skúlason.
Jóhannes Þór Skúlason. Vísir/stefán

Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum og þar segir að Jóhannes Þór hafi verið valinn úr hópi 41 umsækjanda um starfið.

Jóhannes Þór er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með kennsluréttindi frá sama skóla.

Undanfarið hefur Jóhannes Þór starfað sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þá var hann einnig aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra.

Þá hefur Jóhannes Þór starfað sem grunnskólakennari og almannatengslaráðgjafi ásamt því að hafa verið talsmaður InDefence hópsins.

Jóhannes Þór hefur störf hjá SAF 10. júní næstkomandi. Hann tekur við af Helgu Árnadóttur sem verið hefur framkvæmdastjóri samtakanna frá árinu 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.