Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 18:30 Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar. Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar.
Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent