Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 18:30 Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira