Sigurður Gísli fluttur heim og vill byltingu í umhverfismálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 20:30 Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og stjórnarformaður IKEA á Íslandi, er nú fluttur heim til Íslands eftir að hafa búið í Santa Monica í Kaliforníu um árabil. Sigurður Gísli, sem hóf sinn feril í viðskiptum með föður sínum Pálma Jónssyni stofnanda Hagkaupa, er mikill áhugamaður um umhverfisvernd. Hann stendur fyrir ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun um nýja nálgun okkar Íslendinga í samspili umhverfisverndar annars vegar og atvinnu- og byggðaþróunar hins vegar. „Við eigum að hætta að hugsa um stórar virkjanir. Sá tími er liðinn. Við eigum að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum. Við eigum að einbeita okkur að því að við erum varðmenn náttúrunnar og landsins. Við eigum að skila náttúrunni af okkur til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en hún var í. Ef við erum sammála um það markmið þá mun okkur vegna vel,“ segir Sigurður Gísli. „Tíminn er meira samþjappaður“ Ráðstefnan verður í Veröld og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þar munu sex erlendir fyrirlesarar fara yfir áherslur um samspil atvinnuppbyggingar og náttúruverndar. Sigurður Gísli segist skynja viðhorfsbreytingu í samfélaginu í umhverfismálum. „Við sjáum að tíminn er meira samþjappaður núna en hann hefur verið. Metoo-byltingin sem gerðist bara nánast á einni nóttu leiddi til hugarfarsbreytingar og kúltúrbreytingar í samfélaginu. Ég held að það sama sé að gerast með náttúruna. Hún þarf sína varðmenn og það þarf að draga sverð úr slíðrum og koma henni til verndar. Því þó að hún geti verið harkaleg og erfið viðfangs er hún líka blíð og viðkvæm. Við verðum að búa í sátt við hana því annars tortímir hún okkur,“ segir Sigurður Gísli. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og stjórnarformaður IKEA á Íslandi, er nú fluttur heim til Íslands eftir að hafa búið í Santa Monica í Kaliforníu um árabil. Sigurður Gísli, sem hóf sinn feril í viðskiptum með föður sínum Pálma Jónssyni stofnanda Hagkaupa, er mikill áhugamaður um umhverfisvernd. Hann stendur fyrir ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun um nýja nálgun okkar Íslendinga í samspili umhverfisverndar annars vegar og atvinnu- og byggðaþróunar hins vegar. „Við eigum að hætta að hugsa um stórar virkjanir. Sá tími er liðinn. Við eigum að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum. Við eigum að einbeita okkur að því að við erum varðmenn náttúrunnar og landsins. Við eigum að skila náttúrunni af okkur til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en hún var í. Ef við erum sammála um það markmið þá mun okkur vegna vel,“ segir Sigurður Gísli. „Tíminn er meira samþjappaður“ Ráðstefnan verður í Veröld og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þar munu sex erlendir fyrirlesarar fara yfir áherslur um samspil atvinnuppbyggingar og náttúruverndar. Sigurður Gísli segist skynja viðhorfsbreytingu í samfélaginu í umhverfismálum. „Við sjáum að tíminn er meira samþjappaður núna en hann hefur verið. Metoo-byltingin sem gerðist bara nánast á einni nóttu leiddi til hugarfarsbreytingar og kúltúrbreytingar í samfélaginu. Ég held að það sama sé að gerast með náttúruna. Hún þarf sína varðmenn og það þarf að draga sverð úr slíðrum og koma henni til verndar. Því þó að hún geti verið harkaleg og erfið viðfangs er hún líka blíð og viðkvæm. Við verðum að búa í sátt við hana því annars tortímir hún okkur,“ segir Sigurður Gísli.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira