Viðskipti innlent

Kynna flug til Asíu í næsta mánuði

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Skúli Mogensen segir að Ísland hafi alla burði til að verða Dúbaí norðursins.
Skúli Mogensen segir að Ísland hafi alla burði til að verða Dúbaí norðursins. Vísir/Vilhelm
Wow air hyggst kynna flug til Asíu í næsta mánuði en Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins, vonar að það muni bjóða upp á flug til fjórtán til fimmtán áfangastaða í heimsálfunni á næstu árum. Skúli var í viðtali við Air Transport World í gær.Skúli segir að vöxtur Wow air á næstunni verði fyrst og fremst í Asíuflugi og að flugfloti félagsins gæti tvöfaldast á næstu árum. Flugflotinn mun telja 24 flugvélar í árslok. „Fyrir tveimur árum vorum við einungis með tvo áfangastaði í Norður-Ameríku. Nú bjóðum við upp á fjórtán áfangastaði svo ég get vel hugsað mér að við getum verið með fjórtán til fimmtán áfangastaði í Asíu. Þetta myndi gera Ísland að Dúbaí norðursins sem það hefur alla burði til að vera,“ segir hann.Wow air flýgur eins og stendur til eins áfangastaðar í Asíu, Tel Aviv í Ísrael.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
1,71
4
142.021
SIMINN
1,19
5
173.850
ICEAIR
0,85
13
7.501
ICESEA
0,84
2
29.681
KVIKA
0,77
14
99.641

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-0,94
12
37.271
ORIGO
-0,51
5
74.256
BRIM
0
2
21.389
HAGA
0
1
29.040
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.