Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 19:45 Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi. Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi.
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira