Viðskipti erlent

Eigandi British Airways skoðar kaup á Norwegian

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norwegian Air hefur vaxið hratt undanfarin ár.
Norwegian Air hefur vaxið hratt undanfarin ár. Vísir/Getty

IAG SA, eigandi breska flugfélagsins British Airways, hefur keypt rúman fjögurra prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian Air. Félagið er sagt vera að íhuga yfirtöku á Norwegian.

Félagið hefur keypt alls 4,61 prósent hlut í Norwegian, sem vaxið hefur gríðarlega undanfarin ár en glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu vegna hraðs vaxtar og harðrar samkeppni. Á félagið meðal annars í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og WOW air.

Markaðsvirði Norwegian er metið á milljarð dollara, um hundrað milljarða króna, en möguleg kaup IAG á félaginu eru metin á þrjá milljarða dollara, um þrjú hundruð milljarða króna.

Í frétt Bloomberg segir að IAG hafi á undanförnum mánuðum fylgst náið með Norwegian og muni nýta sér nýtilkomið eignarhald sitt í flugfélaginu til þess að hefja viðræður um kaup.

Gengi hlutabréfa í Norwegian hafa hækkað mjög það sem af er degi í kjölfar tíðindanna, eða um 40 prósent þegar þetta er skrifað.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.