Golf

Ólafía náði sér ekki á strik á Havaí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía náði sér ekki á strik á Havaí.
Ólafía náði sér ekki á strik á Havaí. vísir/afp

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, átti mun betri dag á Lotte-meistaramótinu sem spilað er á Havaí en Ólafía spilaði skelfilega í gær. Ólafía endaði á einu höggi yfir pari í dag og samtals tíu yfir.

Ólafía náði sér alls ekki á strik í gær og spilaði á níu höggum yfir pari. Hún fór því snemma út í dag en vonirnar voru litlar að komast í gegnum niðurskurðinn.

Hún hefur væntanlega lært mikið af hringnum í gær því í dag fékk hún alls fimmtán pör á holunum átján. Hún fékk einn fugl, á tíundu holunni, og tvo skolla, á fjórtándu og þeirri síðustu, átjándu.

Samtals endar Ólafía því hringina tvo á tíu höggum yfir pari en afar, afar ólíklegt er að hún komist áfram í gegnum niðurskurðinn með þessari spilamennsku. Þar spilar hringurinn í gær mesta rullu en Ólafía spilaði á parinu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.