Fótbolti

Ekkert fær Bayern stöðvað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bayern heldur áfram að leika sér að þýsku úrvalsdeildinni.
Bayern heldur áfram að leika sér að þýsku úrvalsdeildinni. vísir/afp
Bayern München rúllaði yfir Borussia Mönchengladbach, 5-1, á heimavelli í dag en Bayern er nú þegar orðið þýskur meistari.

Það byrjaði ekki vel fyrir meistarana því Josip Drmic skoraði fyrir Borussia strax á níundu mínútu en í hálfleik var staðan þó orðin 2-1 fyrir Bayern með tveimur mörkum frá Sandro Wagner.

Í síðari hálfleik bættu þeir Thiago Alcantara, David Alaba og Robert Lewandowski við einu marki hver og lokatölur öruggur 5-1 sigur Bæjara.

Bayern er með 75 stig á toppnum, 23 stigum meira en næsta lið, en Schalke er í öðru sætinu. Bæjarar að bursta þýsku úrvalsdeildina enn eitt árið. Borussia Mönchengladbach er í áttunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×