Icelandair hótel hafa gengið frá kaupum á Hótel Öldu við Laugaveg. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair verður Hótel Alda verður rekið áfram undir sama nafni. Eftir kaupin á Hótel Öldu eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins.
„Hótel Alda er spennandi viðbót við hótelstarfsemi okkar í höfuðborginni og með auknu umfangi náum við fram enn frekari hagkvæmni í rekstri félagsins. Við höfum mikla trú á Reykjavík sem áfangastað og kaupin eru liður í þeirri stefnu okkar að reka hágæða hótel í frábærri borg. Miðbær Reykjavíkur er lang fjölmennasti ferðamannastaður landsins og við viljum taka þátt í að þróa borgina sem áfangastað og byggja upp gistimöguleika fyrir ferðamenn sem sækjast eftir gæðaupplifun,“ segir Magnea Þ. Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela.
Hótel Alda tók til starfa vorið 2014. Á hótelinu eru 89 herbergi. Húsnæði hótelsins hefur á undanförnum árum verið algjörlega endurnýjað að innan sem utan. Eftir kaupin á Hótel Öldu mun herbergjafjöldi Icelandair hótela alls telja 1.937 herbergi um land allt, 876 í Reykjavík og 450 herbergi á landsbyggðinni í rekstri allt árið en þar að auki 611 Eddu hótelherbergi í sumar rekstri.
Icelandair hótel kaupa Hótel Öldu við Laugaveg

Tengdar fréttir

Icelandair Hótel Vík stækkar við sig: „Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar“
Eigandi hótelsins segir þetta fyrst og fremst gert til þess að bregðast við vexti ferðaþjónustunar. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi.

Nýtt hótel, veitingastaðir og íbúðir rísa á einu ári við Austurvöll
Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála.