Icelandair Hótel Vík stækkar við sig: „Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. desember 2017 12:17 Drög að viðbyggingunni. Hún verður í austurhluta hússins. Icelandair hótel vík „Við teygðum þetta og breyttum aðeins vegna eftirspurnar. Upprunalega áttu þetta að vera um 30 herbergi,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elías, en hann er eigandi starfseminnar á Icelandair Hotel Vík. Fyrirhugað er að bæta við 48 herbergjum með nýrri viðbyggingu. Dagskráin, fréttablað Suðurlands greindi frá í gær. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi. Á fyrstu hæð hússins verður spa með heitum pottum fyrir gesti. Á annarri hæð verða fundasalir og á þeirri þriðju svokallaður „panorama northern light bar“. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elías að þetta sé lokahnykkurinn í byggingu hótelsins, en það opnaði dyr sínar í júní 2014. Herbergin eru fyrir 88 talsins en eftir viðbætur verða þau 136.Bregðast við vexti ferðaþjónustunnar Upprunalega átti bara að bæta við 30 herbergjum en ör vöxtur ferðaþjónustunnar gerði það að verkum að ákveðið var að fjölga þeim. „Við erum að sjá enn eitt metárið í nýtingu hjá okkur. Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar með viðbætum á þjónustu og umgjörð,“ segir Elías og ítrekar að stöðugt flæði ferðamanna í gegnum Vík aukist. „Það er þannig að við erum með gríðarlegan straum austur til okkar. Yfir Reynisfjallið aka yfir 4.000 bílar á dag á sumrin. Við erum að tala um að það fari kannski um 10.000 manns í gegnum Vík á dag þegar best lætur.“ Ætla má að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum ljúki í maí 2019. Elías er eigandi hótelsins í Vík í Mýrdal, en Icelandair Hotels sér um markaðssetningu fyrir hótelið. Það opnaði dyr sínar, sem fyrr segir, árið 2014.Byggingin mun líta svona út að framkvæmdum loknum.icelandair hótel víkViðbyggingin í austurhlutanum.icelandair hótel vík Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Við teygðum þetta og breyttum aðeins vegna eftirspurnar. Upprunalega áttu þetta að vera um 30 herbergi,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elías, en hann er eigandi starfseminnar á Icelandair Hotel Vík. Fyrirhugað er að bæta við 48 herbergjum með nýrri viðbyggingu. Dagskráin, fréttablað Suðurlands greindi frá í gær. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi. Á fyrstu hæð hússins verður spa með heitum pottum fyrir gesti. Á annarri hæð verða fundasalir og á þeirri þriðju svokallaður „panorama northern light bar“. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elías að þetta sé lokahnykkurinn í byggingu hótelsins, en það opnaði dyr sínar í júní 2014. Herbergin eru fyrir 88 talsins en eftir viðbætur verða þau 136.Bregðast við vexti ferðaþjónustunnar Upprunalega átti bara að bæta við 30 herbergjum en ör vöxtur ferðaþjónustunnar gerði það að verkum að ákveðið var að fjölga þeim. „Við erum að sjá enn eitt metárið í nýtingu hjá okkur. Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar með viðbætum á þjónustu og umgjörð,“ segir Elías og ítrekar að stöðugt flæði ferðamanna í gegnum Vík aukist. „Það er þannig að við erum með gríðarlegan straum austur til okkar. Yfir Reynisfjallið aka yfir 4.000 bílar á dag á sumrin. Við erum að tala um að það fari kannski um 10.000 manns í gegnum Vík á dag þegar best lætur.“ Ætla má að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum ljúki í maí 2019. Elías er eigandi hótelsins í Vík í Mýrdal, en Icelandair Hotels sér um markaðssetningu fyrir hótelið. Það opnaði dyr sínar, sem fyrr segir, árið 2014.Byggingin mun líta svona út að framkvæmdum loknum.icelandair hótel víkViðbyggingin í austurhlutanum.icelandair hótel vík
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira