Viðskipti innlent

Best að selja í október

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Fasteignaviðskipti minnka yfir veturinn en það hitnar í glóðunum þegar marsmánuður gengur í garð.
Fasteignaviðskipti minnka yfir veturinn en það hitnar í glóðunum þegar marsmánuður gengur í garð. Vísir/Vilhelm

Í nýjustu Hagsjá Landsbankans eru skoðuð fasteignaviðskipti eftir mánuðum frá árinu 2003 til ársins 2017. Í ljós kemur að október er sá mánuður þar sem flest fasteignaviðskipti ganga í gegn. Þar á eftir kemur marsmánuður en í kjölfar hans koma september og nóvember. Landinn virðist því helst vera í kauphugleiðingum á haustin.

Janúar sker sig úr sem mánuðurinn þar sem minnst viðskipti eru með fasteignir en þau eru fjórðungi færri en í meðalmánuðinum. Viðskipti eru einnig undir meðaltali í bæði desember og febrúar. Vetrarmánuðirnir virðast því síst vænlegir til sölu.

Þessar niðurstöður mætti því túlka, heldur frjálslega, á þann hátt að best sé að setja eignina á sölu í kring um mánaðarmót ágústs og septembers. Hafi hún þó hins vegar ekki selst áður en desember gengur í garð er hætt við vetrarharðindum.
 


Tengdar fréttir

Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki

Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.