Léttum byrðarnar hjá þeim eldri Eyþór Arnalds skrifar 18. apríl 2018 07:00 Sífellt fleiri ná því að komast á lífeyrisaldur. Eldri borgurum fjölgar. Margir hafa enn þá getu og vilja til að vinna, en fá á sig ýmsar tekjuskerðingar á móti. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt enda samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum að afnema beri slíkar skerðingar. Álögur á íbúa í Reykjavík hafa hækkað mikið á síðustu fjórum árum. Fasteignagjöld og gjaldskrár hafa hækkað um tugi prósenta. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins viljum létta byrðar þeirra sem eldri eru og stuðla að því að þeir fái lifað sjálfstæðu lífi með reisn. Reykjavík getur lagt sitt af mörkum. Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum. Borgin hefur staðið í málaferlum við öryrkja og neitað að borga lögbundnar húsaleigubætur. Fulltrúar núverandi meirihluta hafa fellt tillögur okkar um lækkun fasteignaskatts í 0,16%. Þeir hafa gagnrýnt hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt á eldri borgara og staðið gegn umræðu um lausnir í því efni. Í staðinn fyrir þessa neikvæðu stefnu á Reykjavík að vera leiðandi og stuðla að heilbrigðri þátttöku eldri borgara í starfi og leik. Styðja þá sem geta og vilja búa heima hjá sér og bæta jafnframt heimaþjónustuna. Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða í menningu og sem ferðamannaborg. Okkar skylda er að gera vel við íbúana. Ekki síst þau sem byggðu upp samfélagið sem við búum í og eru nú komin á efri ár. Léttum byrðar þeirra sem ruddu brautina og lækkum gjöldin á íbúana.Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri ná því að komast á lífeyrisaldur. Eldri borgurum fjölgar. Margir hafa enn þá getu og vilja til að vinna, en fá á sig ýmsar tekjuskerðingar á móti. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt enda samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum að afnema beri slíkar skerðingar. Álögur á íbúa í Reykjavík hafa hækkað mikið á síðustu fjórum árum. Fasteignagjöld og gjaldskrár hafa hækkað um tugi prósenta. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins viljum létta byrðar þeirra sem eldri eru og stuðla að því að þeir fái lifað sjálfstæðu lífi með reisn. Reykjavík getur lagt sitt af mörkum. Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum. Borgin hefur staðið í málaferlum við öryrkja og neitað að borga lögbundnar húsaleigubætur. Fulltrúar núverandi meirihluta hafa fellt tillögur okkar um lækkun fasteignaskatts í 0,16%. Þeir hafa gagnrýnt hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt á eldri borgara og staðið gegn umræðu um lausnir í því efni. Í staðinn fyrir þessa neikvæðu stefnu á Reykjavík að vera leiðandi og stuðla að heilbrigðri þátttöku eldri borgara í starfi og leik. Styðja þá sem geta og vilja búa heima hjá sér og bæta jafnframt heimaþjónustuna. Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða í menningu og sem ferðamannaborg. Okkar skylda er að gera vel við íbúana. Ekki síst þau sem byggðu upp samfélagið sem við búum í og eru nú komin á efri ár. Léttum byrðar þeirra sem ruddu brautina og lækkum gjöldin á íbúana.Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar