Léttum byrðarnar hjá þeim eldri Eyþór Arnalds skrifar 18. apríl 2018 07:00 Sífellt fleiri ná því að komast á lífeyrisaldur. Eldri borgurum fjölgar. Margir hafa enn þá getu og vilja til að vinna, en fá á sig ýmsar tekjuskerðingar á móti. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt enda samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum að afnema beri slíkar skerðingar. Álögur á íbúa í Reykjavík hafa hækkað mikið á síðustu fjórum árum. Fasteignagjöld og gjaldskrár hafa hækkað um tugi prósenta. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins viljum létta byrðar þeirra sem eldri eru og stuðla að því að þeir fái lifað sjálfstæðu lífi með reisn. Reykjavík getur lagt sitt af mörkum. Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum. Borgin hefur staðið í málaferlum við öryrkja og neitað að borga lögbundnar húsaleigubætur. Fulltrúar núverandi meirihluta hafa fellt tillögur okkar um lækkun fasteignaskatts í 0,16%. Þeir hafa gagnrýnt hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt á eldri borgara og staðið gegn umræðu um lausnir í því efni. Í staðinn fyrir þessa neikvæðu stefnu á Reykjavík að vera leiðandi og stuðla að heilbrigðri þátttöku eldri borgara í starfi og leik. Styðja þá sem geta og vilja búa heima hjá sér og bæta jafnframt heimaþjónustuna. Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða í menningu og sem ferðamannaborg. Okkar skylda er að gera vel við íbúana. Ekki síst þau sem byggðu upp samfélagið sem við búum í og eru nú komin á efri ár. Léttum byrðar þeirra sem ruddu brautina og lækkum gjöldin á íbúana.Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri ná því að komast á lífeyrisaldur. Eldri borgurum fjölgar. Margir hafa enn þá getu og vilja til að vinna, en fá á sig ýmsar tekjuskerðingar á móti. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt enda samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum að afnema beri slíkar skerðingar. Álögur á íbúa í Reykjavík hafa hækkað mikið á síðustu fjórum árum. Fasteignagjöld og gjaldskrár hafa hækkað um tugi prósenta. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins viljum létta byrðar þeirra sem eldri eru og stuðla að því að þeir fái lifað sjálfstæðu lífi með reisn. Reykjavík getur lagt sitt af mörkum. Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum. Borgin hefur staðið í málaferlum við öryrkja og neitað að borga lögbundnar húsaleigubætur. Fulltrúar núverandi meirihluta hafa fellt tillögur okkar um lækkun fasteignaskatts í 0,16%. Þeir hafa gagnrýnt hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt á eldri borgara og staðið gegn umræðu um lausnir í því efni. Í staðinn fyrir þessa neikvæðu stefnu á Reykjavík að vera leiðandi og stuðla að heilbrigðri þátttöku eldri borgara í starfi og leik. Styðja þá sem geta og vilja búa heima hjá sér og bæta jafnframt heimaþjónustuna. Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða í menningu og sem ferðamannaborg. Okkar skylda er að gera vel við íbúana. Ekki síst þau sem byggðu upp samfélagið sem við búum í og eru nú komin á efri ár. Léttum byrðar þeirra sem ruddu brautina og lækkum gjöldin á íbúana.Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar