Erlent

Abdul Fattah al-Sisi endurkjörinn forseti Egyptalands

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Fátt stendur í vegi fyrir endurkjöri forsetans.
Fátt stendur í vegi fyrir endurkjöri forsetans. VÍSIR/AFP
Abdul Fattah al-Sisi forseti Egyptalands mun sitja áfram í fjögur ár í viðbót. Hann náði endurkjöri með miklum meirihluta, eða 97% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Hann vann með sama fylgi árið 2014.Eftirlitsmenn með kosningunum segja að 7% kjörseðla hafi verið ógildir. Margir sáu úrslitin fyrir þar sem að eini andstæðingur al-Sisi var lítið þekktur einstaklingur sem hafði áður stutt endurkjör hans.Margir kusu að ógilda kjörseðla sína frekar en að kjósa Moussa Mostafa Moussa, leiðtoga al-Ghad flokksins, samkvæmt opinberum niðurstöðum.Margir pólitískir andstæðingar höfðu kallað eftir því að fólk myndi sniðganga kosningarnar eftir að nokkrir mögulegir frambjóðendur hættu við eða voru handteknir. Al-Sisi sagði að ekkert af þessu væri fyrir hans tilstilli.Al-Sisi sem þjónaði lengi vel í hernum og komst til metorða þar, leiddi byltingu hersins sem steypti fyrsta lýðræðislega kosna forseta Egyptalands, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013 eftir mótmæli gegn stjórn hans.


Tengdar fréttir

Óumflýjanlegur sigur Sisi í forsetakosningum

Forsetakosningar í Egyptalandi standa nú yfir. Nær öruggt að Sisi nái endurkjöri. Andstæðingur sagður leiksoppur stjórnvalda, er stuðningsmaður Sisi. Stjórnarandstæðingum meinað að bjóða siForsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. fram. Lokað á gagnrýna fjölmiðla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.