Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:16 Karlar sem vilja sænga hjá öðrum körlum hafa einna helst nýtt sér þjónustu smáforritsins. Vísir/Getty Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira