Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:16 Karlar sem vilja sænga hjá öðrum körlum hafa einna helst nýtt sér þjónustu smáforritsins. Vísir/Getty Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira