Körfubolti

Eini kvenþjálfarinn í kvennadeildinni hættir óvænt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir.
Hildur Sigurðardóttir. Vísir/Ernir
Hildur Sigurðardóttir verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks í Domino´s deild kvenna í körfubolta en hún gerði flotta hluti með liðið á sínu fyrsta ári sem þjálfari í efstu deild.

Forsvarsmenn Breiðabliks staðfestu þessar fréttir við karfan.is í morgun en Hildur var að klára sitt annað tímabil í Kópavoginum.  Þessar fréttir koma mjög á óvart enda Hildur og gera mjög góða hluti með Blikaliðið.

„Hildur hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun í bili en vonast er til þess að hún verði í kringum liðið í einhverri mynd,“ segir í fréttinni á karfan.is.

Hildur tók við Blikaliðinu í 1. deildinni og kom Blikastúlkum upp í fyrstu tilraun. Hún hefur einnig verið aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Breiðabliksliðið var síðan spútnikliðið í Domino´s deildinni í vetur en framan af vetri þá var liðið í hörku baráttu um sæti í úrslitakeppninni og sló deildarmeistara Hauka meðal annars út úr bikarnum.

Tveir ungir leikmenn Blika, Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir, unnu sér sæti í landsliðinu þökk sé frammistöðu sinnar undir stjórn Hildar sem var eina konan sem þjálfaði í Domino´s deild kvenna í vetur.

Blikar gáfu mikið eftir á lokasprettinum og urðu að sætta sig við sjöunda sætið. Liðið hélt hinsvegar sæti sínu í deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.