Körfubolti

Eini kvenþjálfarinn í kvennadeildinni hættir óvænt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir.
Hildur Sigurðardóttir. Vísir/Ernir

Hildur Sigurðardóttir verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks í Domino´s deild kvenna í körfubolta en hún gerði flotta hluti með liðið á sínu fyrsta ári sem þjálfari í efstu deild.

Forsvarsmenn Breiðabliks staðfestu þessar fréttir við karfan.is í morgun en Hildur var að klára sitt annað tímabil í Kópavoginum.  Þessar fréttir koma mjög á óvart enda Hildur og gera mjög góða hluti með Blikaliðið.

„Hildur hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun í bili en vonast er til þess að hún verði í kringum liðið í einhverri mynd,“ segir í fréttinni á karfan.is.

Hildur tók við Blikaliðinu í 1. deildinni og kom Blikastúlkum upp í fyrstu tilraun. Hún hefur einnig verið aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Breiðabliksliðið var síðan spútnikliðið í Domino´s deildinni í vetur en framan af vetri þá var liðið í hörku baráttu um sæti í úrslitakeppninni og sló deildarmeistara Hauka meðal annars út úr bikarnum.

Tveir ungir leikmenn Blika, Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir, unnu sér sæti í landsliðinu þökk sé frammistöðu sinnar undir stjórn Hildar sem var eina konan sem þjálfaði í Domino´s deild kvenna í vetur.

Blikar gáfu mikið eftir á lokasprettinum og urðu að sætta sig við sjöunda sætið. Liðið hélt hinsvegar sæti sínu í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.