Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 22:45 Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira