Viðskipti erlent

Seðlabankastjórar vara við fjármálalegri áhættu loftslagsbreytinga

Kjartan Kjartansson skrifar
Mark Carney, seðlabankastjóri Englands, var einn þeirra sem ræddu um áhrif loftslagsbreytinga á fjármálakerfið á alþjóðlegum fundi seðlabankastjóra um loftslagsáhættu í Amsterdam.
Mark Carney, seðlabankastjóri Englands, var einn þeirra sem ræddu um áhrif loftslagsbreytinga á fjármálakerfið á alþjóðlegum fundi seðlabankastjóra um loftslagsáhættu í Amsterdam. Vísir/AFP

Hugmyndir um að fjármálastofnanir og tryggingafyrirtæki þurfi að greina frá áhættu sem tengist áhrifum loftslagsbreytinga og álagspróf vegna hraðra orkuskipta voru ræddar á fundi seðlabankastjóra um loftslagsmál í Hollandi. Seðlabankastjóri Englands varaði þar við hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga.

Financial Times segir að þó að seðlabankastjórarnir hafi ekki komið sér saman um hvernig þeir eigi að bregðast við loftslagsbreytingum hafi þeir verið á einu máli um að aðlaga þyrfti regluverk fjármálastofnana að áhættum sem tengjast þeim.

Loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa verulega áhættu í för með sér fyrir fjármálastofnanir. Gert er ráð fyrir meiri veðuröfgum í hlýnandi heimi sem gætu komið illa við pyngju tryggingafélaga. Þá fylgja orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa einnig umbreytingar í efnahagslífinu.

„Þegar loftslagsbreytingar verða orðnar skýr og greinileg ógn við fjármálastöðugleika þá gæti það þegar verið of seint. Skylda okkar er að starfa á þann hátt að fjármálakerfið í heild sinni verði í stakk búið til að aðlagast á mjúkan, skilvirkan og skipulagan hátt eftir því sem loftslagsaðgerðir taka á sig mynd,“ sagði Mark Carney, seðlabankastjóri Englands.

Þá talaði Francois Villeroy de Galhau, seðlabankastjóri Frakklands, fyrir því að evrópskir bankar og tryggingafélög þurfi að greina frá áhættu sinni sem tengist loftslagsbreytingum, sektum við fjárfestingum í sem tengjast miklum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftslagsálagsprófum fyrir allar fjármálastofnanir.

„Við þurfum framsýn álagspróf sem meta yfirgripsmikil tengsl loftslagsbreytinga annars vegar og eigna og skulda,“ segir hann.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.