5 milljón eintök af Kia Sportage Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2018 14:10 Kia Sportage. Kia Kia fagnaði því í dag að 5 milljón eintök af sportjeppanum vinsæla Kia Sportage hafa nú selst á heimsvísu. Bíllinn var fyrst settur á markað árið 1993 og fagnar því 25 ára afmæli í ár. Kia Sportage var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tókíó árið 1991 tveimur árum áður en hann kom á markað og vakti þá strax talsverða athygli. Jepplingar voru á þeim tíma að ryðja sér til rúms í auknum mæli og þóttu framsæknir á margan hátt. Kia ætlaði sér stóra hluti með Sportage en líklega óraði engan þó fyrir hversu miklum vinsældum sportjeppinn myndi ná og að 25 árum síðar væri bíllinn búinn að seljast í alls 5 milljón eintökum um heim allan. Sportage hefur einnig verið Íslendingum einkar kær og hafa yfir 2.000 Sportage jepplingar prýtt vegi landsins hingað til og selst enn grimmt. Kia Sportage hefur einn verið söluhæsti bíll Kia á undanförnum árum. Nýjasta kynslóð sportjeppans hefur selst í alls milljón eintökum á aðeins 29 mánuðum. Og sem dæmi hafa síðustu tvær kynslóðir Sportage selst í tæplega 2.000 eintökum hér á landi. Kia Sportage er framleiddur fyrir Evrópumarkað í hátæknivæddri verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Þar hefur sportjeppinn verið framleiddur síðan 2007. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent
Kia fagnaði því í dag að 5 milljón eintök af sportjeppanum vinsæla Kia Sportage hafa nú selst á heimsvísu. Bíllinn var fyrst settur á markað árið 1993 og fagnar því 25 ára afmæli í ár. Kia Sportage var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tókíó árið 1991 tveimur árum áður en hann kom á markað og vakti þá strax talsverða athygli. Jepplingar voru á þeim tíma að ryðja sér til rúms í auknum mæli og þóttu framsæknir á margan hátt. Kia ætlaði sér stóra hluti með Sportage en líklega óraði engan þó fyrir hversu miklum vinsældum sportjeppinn myndi ná og að 25 árum síðar væri bíllinn búinn að seljast í alls 5 milljón eintökum um heim allan. Sportage hefur einnig verið Íslendingum einkar kær og hafa yfir 2.000 Sportage jepplingar prýtt vegi landsins hingað til og selst enn grimmt. Kia Sportage hefur einn verið söluhæsti bíll Kia á undanförnum árum. Nýjasta kynslóð sportjeppans hefur selst í alls milljón eintökum á aðeins 29 mánuðum. Og sem dæmi hafa síðustu tvær kynslóðir Sportage selst í tæplega 2.000 eintökum hér á landi. Kia Sportage er framleiddur fyrir Evrópumarkað í hátæknivæddri verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Þar hefur sportjeppinn verið framleiddur síðan 2007.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent