Viðskipti erlent

SpaceX hverfur af Facebook

Kjartan Kjartansson skrifar
Musk þóttist ekki þekkja Facebook þegar hann svaraði stofnanda Whatsapp á Twitter.
Musk þóttist ekki þekkja Facebook þegar hann svaraði stofnanda Whatsapp á Twitter. Vísir/EPA

Facebook-síða geimferðafyrirtækisins SpaceX hvarf í dag skömmu eftir að Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, sagðist ætla að verða við áskorun Twitter-notanda um að gera það. Svo virðist sem að það tengist herferð gegn Facebook vegna nýlegra uppljóstrana um meðferð persónuupplýsinga.

Musk var að svara tísti frá Brian Acton, stofnanda skilaboðaforritsins Whatsapp, um myllumerkið #eyðiðfacebook [e. #deletefacebook] þegar annar notandi skoraði á SpaceX að eyða Facebook-síðu sinni.

„Eyddu SpaceX-síðunni á Facebook ef þú ert maðurinn?“ tísti notandinn til Musk.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að hún væri til. Geri það,“ svaraði milljarðamæringurinn.

Musk virðist hafa verið maður orða sinna því Facebook-síða SpaceX, sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda, er ekki lengur aðgengilega, að því er segir í frétt Reuters.

Facebook hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að halda ekki nægilega vel utan um persónuupplýsingar notenda sinna eftir að í ljós kom að breskt greiningarfyrirtæki sem vann meðal annars fyrir forsetaframboð Donalds Trump notaði illa fengin gögn frá samfélagsmiðlunum til að sérsníða áróður að bandarískum kjósendum.


Tengdar fréttir

Vilja rannsaka Cambridge Analytica

Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.