Verð á páskaeggjum hækkar mest í Hagkaup milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 10:43 Verð á páskaeggjum milli ára hækkar mest í Hagkaup. Litlar verðhækkanir hafa orðið á páskaeggjum í öðrum verslunum síðan í fyrra, að því er fram kemur í verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Í könnun ASÍ kemur fram að í Hagkaup hafi 7 páskaegg af 15 hækkað í verði milli ára. Mesta verðhækkunin er 26 prósent eða 700 kr á Freyju ríseggi nr. 9 og næst mesta 25 prósent eða 350 kr á Góu páskaeggi með lakkrís nr. 4. Þó er tekið fram að nokkur páskaeggjanna í Hagkaup voru ekki verðmerkt eða ekki til og því ekki hægt að gera verðsamanburð á þeim milli ára. Í öðrum verslunum eru litlar eða engar hækkanir, að því er segir í könnun. Í Nettó lækka páskaegg mest í verði af þeim verslunum sem kannaðar voru, eða 10 af þeim 15 eggjum sem voru skoðuð. Þar er mesta verðlækkun 12 prósent á sterku Freyju djúpeggi nr. 9. Næst mesta verðlækkunin er í tilfelli bæði Nóa Siríus-páskaeggs nr. 5 og Freyju draumaeggs nr. 10. Þau lækka um 9 prósent í verði milli ára.Sjá einnig: Flest páskaeggin einni krónu ódýrari í Bónus en Krónunni Borið var saman verð í verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ þann 6. apríl 2017 og þann 20. mars 2018. Kannanirnar ná til eftirtalinna verslana; Bónus, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Hagkaupa og Iceland. Víðir er ekki með í verðsamanburði milli ára þar sem engin páskaegg voru í boði í þeirri verslun árið 2018, að því er segir í verðkönnun ASÍ. Neytendur Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Verð á páskaeggjum milli ára hækkar mest í Hagkaup. Litlar verðhækkanir hafa orðið á páskaeggjum í öðrum verslunum síðan í fyrra, að því er fram kemur í verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Í könnun ASÍ kemur fram að í Hagkaup hafi 7 páskaegg af 15 hækkað í verði milli ára. Mesta verðhækkunin er 26 prósent eða 700 kr á Freyju ríseggi nr. 9 og næst mesta 25 prósent eða 350 kr á Góu páskaeggi með lakkrís nr. 4. Þó er tekið fram að nokkur páskaeggjanna í Hagkaup voru ekki verðmerkt eða ekki til og því ekki hægt að gera verðsamanburð á þeim milli ára. Í öðrum verslunum eru litlar eða engar hækkanir, að því er segir í könnun. Í Nettó lækka páskaegg mest í verði af þeim verslunum sem kannaðar voru, eða 10 af þeim 15 eggjum sem voru skoðuð. Þar er mesta verðlækkun 12 prósent á sterku Freyju djúpeggi nr. 9. Næst mesta verðlækkunin er í tilfelli bæði Nóa Siríus-páskaeggs nr. 5 og Freyju draumaeggs nr. 10. Þau lækka um 9 prósent í verði milli ára.Sjá einnig: Flest páskaeggin einni krónu ódýrari í Bónus en Krónunni Borið var saman verð í verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ þann 6. apríl 2017 og þann 20. mars 2018. Kannanirnar ná til eftirtalinna verslana; Bónus, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Hagkaupa og Iceland. Víðir er ekki með í verðsamanburði milli ára þar sem engin páskaegg voru í boði í þeirri verslun árið 2018, að því er segir í verðkönnun ASÍ.
Neytendur Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira