Körfubolti

Friðrik Ingi: Þetta var minn síðasti leikur sem þjálfari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Friðrik Ingi á sínum síðasta leik sem þjálfari í kvöld.
Friðrik Ingi á sínum síðasta leik sem þjálfari í kvöld. vísir/bára

Friðrik Ingi Rúnarsson er hættur körfuboltaþjálfun en þetta tilkynnti hann eftir að lærisveinar hans í Keflavík duttu út fyrir Haukum í kvöld.

Friðrik hefur verið viðloðandi meistaraflokksþjálfun í áratugi en nú ætlar hann að segja þetta gott og einbeita sér að öðrum verkefnum sem gætu mögulega tengst körfubolta á einhvern hátt.

Keflavík tapaði 3-2 í rosalegu einvígi gegn Haukum en oddaleikur liðanna var spilaður fyrir troðfullu húsi að Ásvöllum í kvöld. Haukarnir höfðu betur undir lokin eftir mikla dramatík.

„Það er með ákveðnum trega, þetta er minn síðasti leikur, ég er hættur að þjálfa,” sagði Friðrik Ingi samtali við Svala Björgvinsson á Stöð 2 Sport í leikslok.

„Ég var búinn að láta forráðamenn Keflavíkur vita að því. Ég kem að körfuboltanum með einhverjum hætti, en það er komið að því, ég ætla að leggja flautuna á hilluna.”

Friðrik hefur þrisvað sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari á sínum ferli. Þjálfaraferill Friðriks hefur verið langur en hann þjálfaði meðal annars íslenska landsliðið frá 1999-2003 og var svo aðstoðarþjálfari landsliðsins 2006-2007.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.