Körfubolti

Friðrik Ingi: Þetta var minn síðasti leikur sem þjálfari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Friðrik Ingi á sínum síðasta leik sem þjálfari í kvöld.
Friðrik Ingi á sínum síðasta leik sem þjálfari í kvöld. vísir/bára
Friðrik Ingi Rúnarsson er hættur körfuboltaþjálfun en þetta tilkynnti hann eftir að lærisveinar hans í Keflavík duttu út fyrir Haukum í kvöld.

Friðrik hefur verið viðloðandi meistaraflokksþjálfun í áratugi en nú ætlar hann að segja þetta gott og einbeita sér að öðrum verkefnum sem gætu mögulega tengst körfubolta á einhvern hátt.

Keflavík tapaði 3-2 í rosalegu einvígi gegn Haukum en oddaleikur liðanna var spilaður fyrir troðfullu húsi að Ásvöllum í kvöld. Haukarnir höfðu betur undir lokin eftir mikla dramatík.

„Það er með ákveðnum trega, þetta er minn síðasti leikur, ég er hættur að þjálfa,” sagði Friðrik Ingi samtali við Svala Björgvinsson á Stöð 2 Sport í leikslok.

„Ég var búinn að láta forráðamenn Keflavíkur vita að því. Ég kem að körfuboltanum með einhverjum hætti, en það er komið að því, ég ætla að leggja flautuna á hilluna.”

Friðrik hefur þrisvað sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari á sínum ferli. Þjálfaraferill Friðriks hefur verið langur en hann þjálfaði meðal annars íslenska landsliðið frá 1999-2003 og var svo aðstoðarþjálfari landsliðsins 2006-2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×