Kári: Slæmt þegar maður hittir betur úr þristum en vítum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. mars 2018 21:33 Kári Jónsson hefur verið frábær í vetur vísir/eyþór Kári Jónsson var mættur aftur í byrjunarlið Hauka þegar liðið mætti Keflavík í fyrsta leik einvígis liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla. Kári hafði ekkert spilað með liðinu frá því í febrúar þegar hann puttabrotnaði á landsliðsæfingu. Það var ekki að sjá á leik Kára í dag að hann hefði verið frá því hann átti stórleik, var stigahæstur á vellinum með 25 stig í 83-70 sigri Hauka á Keflavík. „Maður er búinn að æfa vel og sem betur fer var þetta bara hendin og hægri putti svo maður gat haldið sér í standi á meðan ég var ekki í kontakt. Bara virkilega fínn sigur hjá okkur,“ sagði Kári í viðtali eftir leikinn. „Ég var að fá nokkuð þægileg skot, var í „ryþma“ og leið vel í skotunum. Það voru nokkur þarna inni sem mér fannst ótímabær og slök en það var allt í góðu.“ „Það er svolítið slæmt þegar maður var farinn að hitta betur úr þriggja stiga skotum heldur en vítum og var farinn að skjóta strax þristum, en þá þarf maður að hugsa minna og ekki einbeita sér of mikið.“ Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur sem virtist ekki vera í mikilli hættu mest allan leikinn, þrátt fyrir mikla baráttu í vörninni hjá báðum liðum. „Vörnin okkar var virkilega þétt og góður varnarleikur skóp þetta mest megnis. Sóknin kemur oftast með varnarleiknum, við þurfum að halda því áfram.“ Kári vildi ekki fara of geyst í yfirlýsingarnar, hann sagði hugann vera bara við leikinn í Keflavík á þriðjudag. „Við ætlum bara að einbeita okkur að fara í Keflavík á virkilega erfiðan útivöll. Þurfum að vera með hausinn alveg einbeittan þar og koma brjálaðir inn í það. Vonandi getum við náð í sigur þar,“ sagði Kári Jónsson. Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Kári Jónsson var mættur aftur í byrjunarlið Hauka þegar liðið mætti Keflavík í fyrsta leik einvígis liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla. Kári hafði ekkert spilað með liðinu frá því í febrúar þegar hann puttabrotnaði á landsliðsæfingu. Það var ekki að sjá á leik Kára í dag að hann hefði verið frá því hann átti stórleik, var stigahæstur á vellinum með 25 stig í 83-70 sigri Hauka á Keflavík. „Maður er búinn að æfa vel og sem betur fer var þetta bara hendin og hægri putti svo maður gat haldið sér í standi á meðan ég var ekki í kontakt. Bara virkilega fínn sigur hjá okkur,“ sagði Kári í viðtali eftir leikinn. „Ég var að fá nokkuð þægileg skot, var í „ryþma“ og leið vel í skotunum. Það voru nokkur þarna inni sem mér fannst ótímabær og slök en það var allt í góðu.“ „Það er svolítið slæmt þegar maður var farinn að hitta betur úr þriggja stiga skotum heldur en vítum og var farinn að skjóta strax þristum, en þá þarf maður að hugsa minna og ekki einbeita sér of mikið.“ Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur sem virtist ekki vera í mikilli hættu mest allan leikinn, þrátt fyrir mikla baráttu í vörninni hjá báðum liðum. „Vörnin okkar var virkilega þétt og góður varnarleikur skóp þetta mest megnis. Sóknin kemur oftast með varnarleiknum, við þurfum að halda því áfram.“ Kári vildi ekki fara of geyst í yfirlýsingarnar, hann sagði hugann vera bara við leikinn í Keflavík á þriðjudag. „Við ætlum bara að einbeita okkur að fara í Keflavík á virkilega erfiðan útivöll. Þurfum að vera með hausinn alveg einbeittan þar og koma brjálaðir inn í það. Vonandi getum við náð í sigur þar,“ sagði Kári Jónsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira