Körfubolti

Skallagrímur aftur í Dominos deildina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Skallagrímur mun spila í Domino's deildinni að nýju
Skallagrímur mun spila í Domino's deildinni að nýju mynd/facebook síða Skallagríms

Skallagrímur endurheimti sæti sitt í deild þeirra bestu í körfuboltanum þegar liðið tryggði sér sigur í 1. deild karla í kvöld. Skallarnir féllu úr efstu deild fyrir þetta tímabil en stoppuðu stutt í 1. deildinni.

Borgnesingar unnu Vesturlandsslag gegn Snæfelli, 118-87, í Síkinu og náðu með sigrinum átta stiga forskoti í deildinni sem enginn getur unnið upp.

Aaron Clyde Parks átti frábæran leik í liði Skallagríms með þrefalda tvennu, 28 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.