Frelsi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 Nokkrir þingmanna Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði. Þingmennirnir vilja afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna fyrir aukna samkeppni. Í reynd þýðir þetta að opna ætti íslenskan markað fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Uber eða Lyft. Leigubílamarkaðurinn á Íslandi er einokunarbransi. Eingöngu með því að hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur bifreiðastöð má aka leigubifreið. Gjaldskrá leigubíla er sömuleiðis samræmd. Sama gjald er greitt hvar sem stigið er upp í bílinn. Bílstjórar þurfa líka að hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu, að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem notaður er og mega ekki hafa verið dæmdir til refsivistar. Færa má rök fyrir því að öll þessi skilyrði séu úrelt. Þau tvö fyrstu dæma sig sjálf og í tilviki þess þriðja má velta fyrir sér hvort það að fólk hafi misstigið sig einhvern tíma á lífsleiðinni eigi að leiða til þess að það sé útilokað frá því að verða atvinnubílstjóri um aldur og ævi. Einkafyrirtæki á borð við Uber gera strangar kröfur til bílstjóra og bifreiða. Bifreiðarnar þurfa að standast kröfur um hámarksaldur og lágmarksgæði, og gerðar eru kröfur um að bílstjórar séu með óflekkað mannorð. Notendur geta valið um flokk bifreiða eftir því hvort þeir vilja lítinn rafmagnsbíl, þurfa pláss fyrir farangur eða vilja ferðast með glæsibifreið. Kostnaður er ljós fyrirfram og er greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar, tíma dags og svo framvegis. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaðinum gegnum Uber-snjallforritið. Bæði farþegar og bílstjórar gefa svo hvor öðrum einkunn, þannig að óvinsælir bílstjórar kemba yfirleitt ekki hærurnar í starfi. Í íslenska einokunarkerfinu er þessu öðruvísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Hvati fyrir bílstjóra til að skara fram úr starfssystkinum sínum er enginn. Umræðan um þessi mál hefur alltof oft snúist um upphrópanir. Auðvitað myndu neytendur njóta góðs af því ef leigubílastarfsemi yrði gefin frjáls. Atvinnubílstjórar ættu heldur ekki að mótmæla eðlilegum framförum heldur fagna þeim. Þeirra baráttumál ættu að snúast um að alþjóðlegir risar á borð við Lyft eða Uber sýni réttindum bílstjóra virðingu, en það hefur stundum vantað. Gleymum því ekki að leigubifreiðar eru í samanburði nokkuð hagkvæmur samgöngukostur. Ef þeir eru hóflega verðlagðir og einfaldir í notkun til að verða raunverulegur kostur, getur það orðið til þess að fækka bílum, með jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðarþunga. Í borg eins og Reykjavík, sem óneitanlega á við samgönguvanda að etja, væri akkur í frjálsri leigubílastarfsemi. Kannski ættum við meira að segja að ganga skrefinu lengra og gera það að skilyrði að leigubílar séu knúnir nýjum vistvænum orkugjöfum eins og rafmagni. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður er ljóst að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls hér á landi. Eftirlitsstofnun ESA hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg leigubílalög í Noregi stríði gegn EES-samningnum. Þingmenn standa því væntanlega frammi fyrir því hvort þeir vilji sýna frumkvæði til frelsis eða bíða valdboðsins að utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Leigubílar Tengdar fréttir Um umræðuna um umskurð Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. 3. mars 2018 11:00 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nokkrir þingmanna Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði. Þingmennirnir vilja afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna fyrir aukna samkeppni. Í reynd þýðir þetta að opna ætti íslenskan markað fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Uber eða Lyft. Leigubílamarkaðurinn á Íslandi er einokunarbransi. Eingöngu með því að hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur bifreiðastöð má aka leigubifreið. Gjaldskrá leigubíla er sömuleiðis samræmd. Sama gjald er greitt hvar sem stigið er upp í bílinn. Bílstjórar þurfa líka að hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu, að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem notaður er og mega ekki hafa verið dæmdir til refsivistar. Færa má rök fyrir því að öll þessi skilyrði séu úrelt. Þau tvö fyrstu dæma sig sjálf og í tilviki þess þriðja má velta fyrir sér hvort það að fólk hafi misstigið sig einhvern tíma á lífsleiðinni eigi að leiða til þess að það sé útilokað frá því að verða atvinnubílstjóri um aldur og ævi. Einkafyrirtæki á borð við Uber gera strangar kröfur til bílstjóra og bifreiða. Bifreiðarnar þurfa að standast kröfur um hámarksaldur og lágmarksgæði, og gerðar eru kröfur um að bílstjórar séu með óflekkað mannorð. Notendur geta valið um flokk bifreiða eftir því hvort þeir vilja lítinn rafmagnsbíl, þurfa pláss fyrir farangur eða vilja ferðast með glæsibifreið. Kostnaður er ljós fyrirfram og er greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar, tíma dags og svo framvegis. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaðinum gegnum Uber-snjallforritið. Bæði farþegar og bílstjórar gefa svo hvor öðrum einkunn, þannig að óvinsælir bílstjórar kemba yfirleitt ekki hærurnar í starfi. Í íslenska einokunarkerfinu er þessu öðruvísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Hvati fyrir bílstjóra til að skara fram úr starfssystkinum sínum er enginn. Umræðan um þessi mál hefur alltof oft snúist um upphrópanir. Auðvitað myndu neytendur njóta góðs af því ef leigubílastarfsemi yrði gefin frjáls. Atvinnubílstjórar ættu heldur ekki að mótmæla eðlilegum framförum heldur fagna þeim. Þeirra baráttumál ættu að snúast um að alþjóðlegir risar á borð við Lyft eða Uber sýni réttindum bílstjóra virðingu, en það hefur stundum vantað. Gleymum því ekki að leigubifreiðar eru í samanburði nokkuð hagkvæmur samgöngukostur. Ef þeir eru hóflega verðlagðir og einfaldir í notkun til að verða raunverulegur kostur, getur það orðið til þess að fækka bílum, með jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðarþunga. Í borg eins og Reykjavík, sem óneitanlega á við samgönguvanda að etja, væri akkur í frjálsri leigubílastarfsemi. Kannski ættum við meira að segja að ganga skrefinu lengra og gera það að skilyrði að leigubílar séu knúnir nýjum vistvænum orkugjöfum eins og rafmagni. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður er ljóst að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls hér á landi. Eftirlitsstofnun ESA hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg leigubílalög í Noregi stríði gegn EES-samningnum. Þingmenn standa því væntanlega frammi fyrir því hvort þeir vilji sýna frumkvæði til frelsis eða bíða valdboðsins að utan.
Um umræðuna um umskurð Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. 3. mars 2018 11:00
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar