Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 15:20 Guðrún Kvaran. Vísir/GVA Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28