Enn sigra Haukar │ Stjarnan sótti sigur í Smárann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:54 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira