Segir Björn Inga hafa boðist til að greiða milljóna skuld með steikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 13:27 Björn Ingi Hrafnsson hefur kært forsvarsmenn Dalsins. Vísir/Valli Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðun opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Björn hafi ásamt viðskiptafélaga sínum, Ægi Arnarsyni, kært forsvarsmenn Dalsins ehf., Árna, Halldór Kristmannsson, og lögmann þeirra, Bjarka Diego, til héraðssaksóknara fyrir fjársvik, skilasvik og skjalabrot. Saka þeir forsvarsmenn Dalsins um að hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting.Hafa Árni og Björn Ingi karpað um málið í fjölmiðlum um nokkurt skeið vegna hins svokallaða Pressumáls.Í yfirlýsingu segir Árni að Björni Ingi hafi hótað sér þegar Dalurinn ehf. hafi ekki viljað láta hann fá meiri fjármuni, þegar Dalurinn ehf. hafi ekki viljað setja meiri pening í Pressuna sem til að „bjarga illa reknum einkabanka hans“ og þegar Dalurinn ehf. hafi ekki viljað láta hann fá hlutafé sitt í Pressunni eftir að hann hafi selt allar eigur þess.Þá segir einnig í yfirlýsingunni að fyrir hið síðastnefnda hafi Björn Ingi boðist til þess að greiða með steikum frá veitingastaðnum Argentínu fyrir sex milljónir króna.Segir Árni að Björn Ingi hafi áður beðist afsökunar á því að hafa hótað að kæra Árna og félaga, því komi kæra Björns Inga á hendur Árna og félögum nú nokkuð á óvart. Segir Árni einnig að Björn Ingi hafi fengið greiddar 80 milljónir þegar hann seldi eignir DV og Pressunnar og vísar á kaupsamninga þess efnis, en á sama tíma sé hann ósáttur við að þurfa að bera persónulega ábyrgð á 50 milljón króna láni til eigin einkahlutafélags.„Af hverju er hann það. Ætlaði hann aldrei að greiða þetta lán til baka? Dæmi nú hver fyrir sig en ég hef ekki áhyggjur af þeirri fjölmiðlafléttu sem Björn Ingi er að reyna setja upp í þeim tilgangi að hefna sín á mönnum sem hann telur sig eiga sökótt við.“ Árni Harðarson segir Björn Inga Hrafnsson hafa haft í hótunum við sig.Yfirlýsing Árna í heild sinni.„Yfirlýsing vegna kæru Björns IngaBjörn Ingi Hrafnsson hefur ítrekað haft í hótunum við mig persónulega og aðra eigendur Dalsins með það að markmiði að komast hjá skoðun opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla. Félög sem Björn Ingi var í forsvari fyrir skilja eftir sig hundruði milljóna í skuldir, m.a. til opinberra aðila og lífeyrissjóða. Málefni umræddra félaga eru nú til skoðunar hjá skiptastjóra Pressunar, sem meðal annars hefur til skoðunar hvort kröfuhöfum hafi verið mismunað og hvort Björn Ingi hafi dregið sér fé úr þessum félögum eins og fyrrverandi stjórn Pressunar hefur rökstuttan grun um. .Björn Ingi hefur hótað mér nokkrum sinnum þegar a) Dalurinn vildi ekki láta hann persónulega fá meiri pening b) þegar hann sá að Dalurinn vildi ekki setja meiri pening í að bjarga illa reknum einkabanka hans í formi Pressunnar og c) þegar Dalurinn vildi ekki láta hann fá hlutafé sitt í Pressunni eftir að hann seldi allar eigur þess (fyrir það átti m.a. að greiða með steikum á Argentínu fyrir 6 milljónir króna). Ekki í fyrsta sinn sem Björn Ingi bíðst til að greiða skuldir sínar með inneignum en hann greiddi einmitt fyrir einbýlishús sitt í Grafarholti með auglýsingum í miðlum Pressunar eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum.Björn Ingi biðst formlega afsökunarOg nú er Björn Ingi búinn að kæra. 29. Október 2017 sendi Björn Ingi mér svofellt textaskilaboð í framhaldi af því að ég lét í ljós vanþóknun mína á hótun hans um kæru vegna nákvæmlega þeirra mála er hér fjallar um: „Ég skal biðja þig afsökunar á því hér og nú og formlega. Það var ekki verðskuldað og mér þykir fyrir því“. (Í næstu skilaboðum stóð reyndar „Er núna að klastra saman ríkisstjórn og langar að koma á friði okkar í millum“)Björn Ingi heldur því væntanlega fram núna að einhver hafi þvingað hendur hans á lyklaborðinu þarna eða hvað?Hið rétta í málinu er að Björn Ingi borgaði ekki kaupverðið fyrir Birting frekar en aðrar skuldir og eigendur Birtings vildu rifta, sem er oft það sem gerist þegar kaupandi borgar ekki og það vita þeir sem hafa átt í viðskiptum við Björn Inga að hann borgar ekki sérstaklega vel eða mikið til baka. Björn Ingi samþykkti þá riftun skriflega, þó hann sjái kannski eftir því í dag því þá gat hann ekki selt Birting um leið og hann seldi allar aðrar eignir félags sem hann átti minnihluta í.Björn Ingi fékk persónulega greiddar 80 milljónir þegar hann seldi allar eignir DV og Pressunnar eins og meðfylgjandi kaupsamningar bera skýrlega með sér. Í mínum huga er þetta borðliggjandi fjárdráttur. Á sama tíma er hann ósáttur við að bera persónulega ábyrgð á 50 milljón króna láni til hans einkahlutafélags. Af hverju er hann það. Ætlaði hann aldrei að greiða þetta lán til baka? Dæmi nú hver fyrir sig en ég hef ekki áhyggjur af þeirri fjölmiðlafléttu sem Björn Ingi er að reyna setja upp í þeim tilgangi að hefna sín á mönnum sem hann telur sig eiga sökótt við. Ég legg að sjálfsögðu öll gögn sem héraðssaksóknari hefur áhuga á að sjá fram til saksóknara. Þau gögn eru Birni Inga ekki til framdráttar.Árni Harðarson“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn fjárfestingafélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun og ýmis skjalabrot. Segir þá hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting. 20. febrúar 2018 06:00 Segir Björn Inga „siðlausasta einstakling“ sem hann hefur haft afskipti af Árni Harðarson, einn Dalsmanna sem eiga meirihluta í Pressunni ehf., segir Björn Inga hafa haft í hótunum við sig og Róbert Wessmann. 19. desember 2017 12:10 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðun opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Björn hafi ásamt viðskiptafélaga sínum, Ægi Arnarsyni, kært forsvarsmenn Dalsins ehf., Árna, Halldór Kristmannsson, og lögmann þeirra, Bjarka Diego, til héraðssaksóknara fyrir fjársvik, skilasvik og skjalabrot. Saka þeir forsvarsmenn Dalsins um að hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting.Hafa Árni og Björn Ingi karpað um málið í fjölmiðlum um nokkurt skeið vegna hins svokallaða Pressumáls.Í yfirlýsingu segir Árni að Björni Ingi hafi hótað sér þegar Dalurinn ehf. hafi ekki viljað láta hann fá meiri fjármuni, þegar Dalurinn ehf. hafi ekki viljað setja meiri pening í Pressuna sem til að „bjarga illa reknum einkabanka hans“ og þegar Dalurinn ehf. hafi ekki viljað láta hann fá hlutafé sitt í Pressunni eftir að hann hafi selt allar eigur þess.Þá segir einnig í yfirlýsingunni að fyrir hið síðastnefnda hafi Björn Ingi boðist til þess að greiða með steikum frá veitingastaðnum Argentínu fyrir sex milljónir króna.Segir Árni að Björn Ingi hafi áður beðist afsökunar á því að hafa hótað að kæra Árna og félaga, því komi kæra Björns Inga á hendur Árna og félögum nú nokkuð á óvart. Segir Árni einnig að Björn Ingi hafi fengið greiddar 80 milljónir þegar hann seldi eignir DV og Pressunnar og vísar á kaupsamninga þess efnis, en á sama tíma sé hann ósáttur við að þurfa að bera persónulega ábyrgð á 50 milljón króna láni til eigin einkahlutafélags.„Af hverju er hann það. Ætlaði hann aldrei að greiða þetta lán til baka? Dæmi nú hver fyrir sig en ég hef ekki áhyggjur af þeirri fjölmiðlafléttu sem Björn Ingi er að reyna setja upp í þeim tilgangi að hefna sín á mönnum sem hann telur sig eiga sökótt við.“ Árni Harðarson segir Björn Inga Hrafnsson hafa haft í hótunum við sig.Yfirlýsing Árna í heild sinni.„Yfirlýsing vegna kæru Björns IngaBjörn Ingi Hrafnsson hefur ítrekað haft í hótunum við mig persónulega og aðra eigendur Dalsins með það að markmiði að komast hjá skoðun opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla. Félög sem Björn Ingi var í forsvari fyrir skilja eftir sig hundruði milljóna í skuldir, m.a. til opinberra aðila og lífeyrissjóða. Málefni umræddra félaga eru nú til skoðunar hjá skiptastjóra Pressunar, sem meðal annars hefur til skoðunar hvort kröfuhöfum hafi verið mismunað og hvort Björn Ingi hafi dregið sér fé úr þessum félögum eins og fyrrverandi stjórn Pressunar hefur rökstuttan grun um. .Björn Ingi hefur hótað mér nokkrum sinnum þegar a) Dalurinn vildi ekki láta hann persónulega fá meiri pening b) þegar hann sá að Dalurinn vildi ekki setja meiri pening í að bjarga illa reknum einkabanka hans í formi Pressunnar og c) þegar Dalurinn vildi ekki láta hann fá hlutafé sitt í Pressunni eftir að hann seldi allar eigur þess (fyrir það átti m.a. að greiða með steikum á Argentínu fyrir 6 milljónir króna). Ekki í fyrsta sinn sem Björn Ingi bíðst til að greiða skuldir sínar með inneignum en hann greiddi einmitt fyrir einbýlishús sitt í Grafarholti með auglýsingum í miðlum Pressunar eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum.Björn Ingi biðst formlega afsökunarOg nú er Björn Ingi búinn að kæra. 29. Október 2017 sendi Björn Ingi mér svofellt textaskilaboð í framhaldi af því að ég lét í ljós vanþóknun mína á hótun hans um kæru vegna nákvæmlega þeirra mála er hér fjallar um: „Ég skal biðja þig afsökunar á því hér og nú og formlega. Það var ekki verðskuldað og mér þykir fyrir því“. (Í næstu skilaboðum stóð reyndar „Er núna að klastra saman ríkisstjórn og langar að koma á friði okkar í millum“)Björn Ingi heldur því væntanlega fram núna að einhver hafi þvingað hendur hans á lyklaborðinu þarna eða hvað?Hið rétta í málinu er að Björn Ingi borgaði ekki kaupverðið fyrir Birting frekar en aðrar skuldir og eigendur Birtings vildu rifta, sem er oft það sem gerist þegar kaupandi borgar ekki og það vita þeir sem hafa átt í viðskiptum við Björn Inga að hann borgar ekki sérstaklega vel eða mikið til baka. Björn Ingi samþykkti þá riftun skriflega, þó hann sjái kannski eftir því í dag því þá gat hann ekki selt Birting um leið og hann seldi allar aðrar eignir félags sem hann átti minnihluta í.Björn Ingi fékk persónulega greiddar 80 milljónir þegar hann seldi allar eignir DV og Pressunnar eins og meðfylgjandi kaupsamningar bera skýrlega með sér. Í mínum huga er þetta borðliggjandi fjárdráttur. Á sama tíma er hann ósáttur við að bera persónulega ábyrgð á 50 milljón króna láni til hans einkahlutafélags. Af hverju er hann það. Ætlaði hann aldrei að greiða þetta lán til baka? Dæmi nú hver fyrir sig en ég hef ekki áhyggjur af þeirri fjölmiðlafléttu sem Björn Ingi er að reyna setja upp í þeim tilgangi að hefna sín á mönnum sem hann telur sig eiga sökótt við. Ég legg að sjálfsögðu öll gögn sem héraðssaksóknari hefur áhuga á að sjá fram til saksóknara. Þau gögn eru Birni Inga ekki til framdráttar.Árni Harðarson“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn fjárfestingafélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun og ýmis skjalabrot. Segir þá hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting. 20. febrúar 2018 06:00 Segir Björn Inga „siðlausasta einstakling“ sem hann hefur haft afskipti af Árni Harðarson, einn Dalsmanna sem eiga meirihluta í Pressunni ehf., segir Björn Inga hafa haft í hótunum við sig og Róbert Wessmann. 19. desember 2017 12:10 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn fjárfestingafélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun og ýmis skjalabrot. Segir þá hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting. 20. febrúar 2018 06:00
Segir Björn Inga „siðlausasta einstakling“ sem hann hefur haft afskipti af Árni Harðarson, einn Dalsmanna sem eiga meirihluta í Pressunni ehf., segir Björn Inga hafa haft í hótunum við sig og Róbert Wessmann. 19. desember 2017 12:10