Vilja endurvekja viðræðurnar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 28. febrúar 2018 08:00 Baskó hefur séð um rekstur verslana á bensínstöðvum Skeljungs. Vísir/Gva Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Skeljungs ákvað í júlí í fyrra að slíta viðræðunum en heimildir Markaðarins herma að vilji standi til þess á meðal stjórnenda félagsins að láta reyna aftur á viðræður félaganna. Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, greindi frá því á fjárfestafundi í síðustu viku að stefnt væri að því að loka verslunum 10-11 við bensínstöðvar Skeljungs og Orkunnar en opna þess í stað matvörubúðir undir sérstöku merki sem Basko myndi reka. Egholm nefndi að með þessu hygðust félögin tvö, Skeljungur og Basko, styrkja samstarf sitt og leggja jafnframt aukna áherslu á matvöru í stað bílatengdra vara. Auk þess greindi Egholm frá því að vonir stæðu til þess að hægt yrði að samþætta vörur og þjónustu Heimkaupa, sem Skeljungur á þriðjungshlut í, og Eldum rétt, sem Basko á helmingshlut í, við nýju verslanirnar. Þannig yrði vonandi hægt að kaupa bensín og matvörur og sækja vörur frá Heimkaupum og Eldum rétt í verslununum. Tilkynnt var að viðræður hefðu hafist á milli stjórna félaganna í maí í fyrra. Þær runnu hins vegar út úr sandinn tveimur mánuðum síðar eftir að í ljós kom að ýmsar forsendur kaupanna hefðu ekki gengið eftir. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00 Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28 Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Skeljungs ákvað í júlí í fyrra að slíta viðræðunum en heimildir Markaðarins herma að vilji standi til þess á meðal stjórnenda félagsins að láta reyna aftur á viðræður félaganna. Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, greindi frá því á fjárfestafundi í síðustu viku að stefnt væri að því að loka verslunum 10-11 við bensínstöðvar Skeljungs og Orkunnar en opna þess í stað matvörubúðir undir sérstöku merki sem Basko myndi reka. Egholm nefndi að með þessu hygðust félögin tvö, Skeljungur og Basko, styrkja samstarf sitt og leggja jafnframt aukna áherslu á matvöru í stað bílatengdra vara. Auk þess greindi Egholm frá því að vonir stæðu til þess að hægt yrði að samþætta vörur og þjónustu Heimkaupa, sem Skeljungur á þriðjungshlut í, og Eldum rétt, sem Basko á helmingshlut í, við nýju verslanirnar. Þannig yrði vonandi hægt að kaupa bensín og matvörur og sækja vörur frá Heimkaupum og Eldum rétt í verslununum. Tilkynnt var að viðræður hefðu hafist á milli stjórna félaganna í maí í fyrra. Þær runnu hins vegar út úr sandinn tveimur mánuðum síðar eftir að í ljós kom að ýmsar forsendur kaupanna hefðu ekki gengið eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00 Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28 Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00
Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28
Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00