Um læknadóp Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Orðið læknadóp heyrist reglulega í fjölmiðlum; „Læknadóp rokið upp í verði“ eða „Dauði af ofneyslu er oftast vegna læknadóps“. Orðið læknadóp er bæði skrýtið og óheppilegt. Samkvæmt íslenskri orðabók er orðið dóp skilgreint sem eiturlyf. Einnig kemur fram að orðið dóp er vont íslenskt mál og að leitast ætti við að nota eiturlyf í stað þess. Orðið læknadóp ber með sér að hér sé um að ræða sérstök eiturlyf fyrir lækna eða eiturlyf sem læknar dreifa. Með þessum orðskýringum þá eru lyfjafyrirtækin í dópframleiðslu. Hér er í raun verið að tala um lyf sem er ávísað í þeim tilgangi að lina þjáningar, t.d. sterk verkjalyf og geðlyf. Þessi lyf geta verið blessun fyrir bæði sjúka og aðstandendur þeirra. Ávísun á slík lyf er í samræmi við siðareglur lækna (Codex Ethicus), sem birtast m.a. í ritinu „Góðir starfshættir lækna“ sem gefið er út af Embætti landlæknis en þar kemur skýrt fram að læknir verður að sýna sjúklingi sínum samhygð og gera hugsanlegar ráðstafanir til að lina þjáningar og kvalir, hvort sem lækning er möguleg eða ekki. Einstaklingar sem misnota þetta kerfi geta verið afbragðsleikarar. Læknar eru ekki í hlutverki rannsóknarlögreglu og hafa ekki menntun til að kryfja framburð sjúklings. Þegar einhver grætur fyrir framan þig af sársauka eða segist ekki hafa sofið í margar nætur vegna bakverkja, þá er erfitt að segja „ég get ekkert fyrir þig gert“ eða „hér vantar óyggjandi sönnunargögn“. Læknar gera það sem þeir geta, t.d. að fletta upp lyfjasögu viðkomandi, og þeir hafa engan ávinning af ávísun lyfja til fíkla. Því tel ég orðið læknadóp afar óheppilegt og í staðinn er hægt að nota orð eins og vímulyf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Orðið læknadóp heyrist reglulega í fjölmiðlum; „Læknadóp rokið upp í verði“ eða „Dauði af ofneyslu er oftast vegna læknadóps“. Orðið læknadóp er bæði skrýtið og óheppilegt. Samkvæmt íslenskri orðabók er orðið dóp skilgreint sem eiturlyf. Einnig kemur fram að orðið dóp er vont íslenskt mál og að leitast ætti við að nota eiturlyf í stað þess. Orðið læknadóp ber með sér að hér sé um að ræða sérstök eiturlyf fyrir lækna eða eiturlyf sem læknar dreifa. Með þessum orðskýringum þá eru lyfjafyrirtækin í dópframleiðslu. Hér er í raun verið að tala um lyf sem er ávísað í þeim tilgangi að lina þjáningar, t.d. sterk verkjalyf og geðlyf. Þessi lyf geta verið blessun fyrir bæði sjúka og aðstandendur þeirra. Ávísun á slík lyf er í samræmi við siðareglur lækna (Codex Ethicus), sem birtast m.a. í ritinu „Góðir starfshættir lækna“ sem gefið er út af Embætti landlæknis en þar kemur skýrt fram að læknir verður að sýna sjúklingi sínum samhygð og gera hugsanlegar ráðstafanir til að lina þjáningar og kvalir, hvort sem lækning er möguleg eða ekki. Einstaklingar sem misnota þetta kerfi geta verið afbragðsleikarar. Læknar eru ekki í hlutverki rannsóknarlögreglu og hafa ekki menntun til að kryfja framburð sjúklings. Þegar einhver grætur fyrir framan þig af sársauka eða segist ekki hafa sofið í margar nætur vegna bakverkja, þá er erfitt að segja „ég get ekkert fyrir þig gert“ eða „hér vantar óyggjandi sönnunargögn“. Læknar gera það sem þeir geta, t.d. að fletta upp lyfjasögu viðkomandi, og þeir hafa engan ávinning af ávísun lyfja til fíkla. Því tel ég orðið læknadóp afar óheppilegt og í staðinn er hægt að nota orð eins og vímulyf.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar