Vatnsból í hættu Líf Magneudóttir skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“ Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi. Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.Óþörf stórframkvæmd Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi. Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“ Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi. Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.Óþörf stórframkvæmd Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi. Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun