Einar Árni tekur upp hanskann fyrir Keflavík: Engin skömm að tapa fyrir Þór og Hetti Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2018 22:24 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum