98 ára gömul nunna í stóru hlutverki hjá körfuboltaliði í bandaríska háskólakörfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 12:00 Nunna. Hún tengist fréttinni þó ekki beint. Vísir/Getty Aðstoðarfólkið í bandaríska háskólakörfuboltanum er af öllum stærðum og gerðum og eitt besta dæmið um það er hjá háskólaliði Loyola í NCAA. Þar sér nefnilega 98 ára gömul nunna um að koma hugum leikmanna á réttan stað, fyrir og eftir leik, sem og að hjálpa þjálfaranum að greina bæði sína eigin leikmenn sem og mótherjanna. Chicago Tribune blaðið skrifaði grein um gömlu konuna sem lætur ekki mjaðmargrindarbrot stoppa sig að sinna sínu liði. Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna."Sister Jean" offers comfort, prayer — and a competitive edge — for Loyola basketball https://t.co/R38YGkVH1r via @sryantribunepic.twitter.com/H39d95qINP — ChicagoSports (@ChicagoSports) February 18, 2018 Hún gerðist nunna eftir menntaskólann og fór síðan að kenna en hún var kennari í meira en hálfa öld. Hún hætti að vinna skömmu eftir að skólinn þar sem hún kenndi í 30 ár, Mundelein-háskólinn, var sameinaður Loyola. Jean hélt þó áfram að fylgjast vel með krökkunum í skólanum og hjálpaði til. Það þótti síðan tilvalið að fá hana í hlutverk liðsprestsins þegar forverari hennar hætti í því starfi. Systir Jean var þá orðin sjötug en blómstraði í því starfi sem hún sinnir enn. Nú hefur hún verið stór hluti af liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik.Sr. Jean provides a comforting presence for #Loyola Basketball as @sryantribune writes in this @chicagotribune story --> https://t.co/EFmtBgBcn4#LUCMBB100#OnwardLU#MVCHoops — Loyola Basketball (@RamblersMBB) February 17, 2018 Hún hjálpar ekki aðeins leikmönnunum með guðsorði heldur talar í þá kjark og þor sem og að hjálpa þeim að vinna sig í gegnum erfiða tíma. Það bíða allir eftir skilaboðunum frá systur Jean eftir leik. Systir Jean hjálpar einnig þjálfaranum að leikgreina lið og mótherja. Hann hrósar henni fyrir góða þekkingu á leiknum og góð ráð. Alla umfjöllun um Chicago Tribune um þessa merkilegu konu má finna hér.Loyola basketball chaplain since 1994 has been Sister Jean Dolores Schmidt, 97. https://t.co/K9T0uN8Idn#Loyolapic.twitter.com/im7dOKrhWA — Catholic Sentinel (@CatholicSentnl) February 25, 2017 Körfubolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Aðstoðarfólkið í bandaríska háskólakörfuboltanum er af öllum stærðum og gerðum og eitt besta dæmið um það er hjá háskólaliði Loyola í NCAA. Þar sér nefnilega 98 ára gömul nunna um að koma hugum leikmanna á réttan stað, fyrir og eftir leik, sem og að hjálpa þjálfaranum að greina bæði sína eigin leikmenn sem og mótherjanna. Chicago Tribune blaðið skrifaði grein um gömlu konuna sem lætur ekki mjaðmargrindarbrot stoppa sig að sinna sínu liði. Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna."Sister Jean" offers comfort, prayer — and a competitive edge — for Loyola basketball https://t.co/R38YGkVH1r via @sryantribunepic.twitter.com/H39d95qINP — ChicagoSports (@ChicagoSports) February 18, 2018 Hún gerðist nunna eftir menntaskólann og fór síðan að kenna en hún var kennari í meira en hálfa öld. Hún hætti að vinna skömmu eftir að skólinn þar sem hún kenndi í 30 ár, Mundelein-háskólinn, var sameinaður Loyola. Jean hélt þó áfram að fylgjast vel með krökkunum í skólanum og hjálpaði til. Það þótti síðan tilvalið að fá hana í hlutverk liðsprestsins þegar forverari hennar hætti í því starfi. Systir Jean var þá orðin sjötug en blómstraði í því starfi sem hún sinnir enn. Nú hefur hún verið stór hluti af liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik.Sr. Jean provides a comforting presence for #Loyola Basketball as @sryantribune writes in this @chicagotribune story --> https://t.co/EFmtBgBcn4#LUCMBB100#OnwardLU#MVCHoops — Loyola Basketball (@RamblersMBB) February 17, 2018 Hún hjálpar ekki aðeins leikmönnunum með guðsorði heldur talar í þá kjark og þor sem og að hjálpa þeim að vinna sig í gegnum erfiða tíma. Það bíða allir eftir skilaboðunum frá systur Jean eftir leik. Systir Jean hjálpar einnig þjálfaranum að leikgreina lið og mótherja. Hann hrósar henni fyrir góða þekkingu á leiknum og góð ráð. Alla umfjöllun um Chicago Tribune um þessa merkilegu konu má finna hér.Loyola basketball chaplain since 1994 has been Sister Jean Dolores Schmidt, 97. https://t.co/K9T0uN8Idn#Loyolapic.twitter.com/im7dOKrhWA — Catholic Sentinel (@CatholicSentnl) February 25, 2017
Körfubolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira