Harley Davidson lokar verksmiðju vegna lélegrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 11:18 Harley Davidson V-Rod. Bandaríski mótorhjólaframleiðandinni Harley Davidson ætlar að loka verksmiðju sinni í Kansas og munu tapast við það 800 störf. Endanleg lokun verksmiðjunnar verður um haustið á næsta ári. Framleiðsla sú sem fer nú fram í verksmiðjunni í Kansas mun flytja í aðra verksmiðju Harley Davidson í New York ríki og skapast við það 450 ný störf. Sala Harley Davidson mótorhjóla hefur fallið öll síðustu 4 ár og minnkaði um 6,7% í fyrra og búist er við 4,9% samdrætti í ár. Hagnaður af rekstri Harley Davidson féll í 1,04 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og er fallið skart ef miðað er við hagnað á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. Í Kansas hafa verið framleidd hjólin Dyna, Sportster og VRSC og vélarsmíði í V-Rod hjól Harley Davidson. Verksmiðjan í Kansas opnaði árið 1988 og er ein af fjórum verksmiðjum Harley Davidson í Bandaríkjunum. Harley er einnig með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi. Harley ætlar að snúa aftur við blaðinu með tilkomu rafmagnsmótorhjólsins LiveWire og á það að koma á markað eftir 18 mánuði. Vandi Harley Davidson er ekki síst tilkominn vegna hás gengis dollarans og erlendir mótorhjólaframleiðendur hafa því étið hressilega af markaði Harley á undanförnum árum. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Bandaríski mótorhjólaframleiðandinni Harley Davidson ætlar að loka verksmiðju sinni í Kansas og munu tapast við það 800 störf. Endanleg lokun verksmiðjunnar verður um haustið á næsta ári. Framleiðsla sú sem fer nú fram í verksmiðjunni í Kansas mun flytja í aðra verksmiðju Harley Davidson í New York ríki og skapast við það 450 ný störf. Sala Harley Davidson mótorhjóla hefur fallið öll síðustu 4 ár og minnkaði um 6,7% í fyrra og búist er við 4,9% samdrætti í ár. Hagnaður af rekstri Harley Davidson féll í 1,04 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og er fallið skart ef miðað er við hagnað á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. Í Kansas hafa verið framleidd hjólin Dyna, Sportster og VRSC og vélarsmíði í V-Rod hjól Harley Davidson. Verksmiðjan í Kansas opnaði árið 1988 og er ein af fjórum verksmiðjum Harley Davidson í Bandaríkjunum. Harley er einnig með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi. Harley ætlar að snúa aftur við blaðinu með tilkomu rafmagnsmótorhjólsins LiveWire og á það að koma á markað eftir 18 mánuði. Vandi Harley Davidson er ekki síst tilkominn vegna hás gengis dollarans og erlendir mótorhjólaframleiðendur hafa því étið hressilega af markaði Harley á undanförnum árum.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent