Sjálfakandi bílar í hröðustu tækniþróun sem sést hefur Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2018 21:15 Sjálfkeyrandi Renault-bíllinn annast aksturinn á frönsku hraðbrautinni meðan "ökumaðurinn" er í sýndarveruleika. Mynd/Reuters. Bílasérfræðingar segja þróun sjálfkeyrandi rafbíla hraðari en nokkur sá fyrir. Frönsku Renault-verksmiðjurnar hafa nú kynnt bíl sem tengdur er sýndarveruleika þar sem ökumaðurinn getur horft á annað landslag en sést úr bílnum. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Renault kynnti tilraunabílinn Symbioz í vikunni og hann er ekki aðeins sjálfkeyrandi heldur getur ökumaðurinn brugðið sér inn í gerviheim. Í fréttinni má sjá Mathieu Lips, þróunarstjóra hjá Renault, sitja í ökumannssætinu á franskri hraðbraut en horfandi á sýndarlandslag sem minnir á Kanada. Svo velur hann annan sýndarheim og er þá farinn að fljúga úti í náttúrunni. Bíllinn annast aksturinn, greinir umhverfið og heldur öruggri fjarlægð frá öðrum ökutækjum og hindrunum. Og veit hvar á að stoppa til að greiða vegtollinn. Í tilraunabíl Renault á 130 kílómetra hraða. Í stað þess að fylgjast með akstrinum á hraðbrautinni og halda um stýrið er maðurinn að horfa á landslag í Kanada eða fljúgandi í sýndarheimi úti í náttúrunni.Mynd/Reuters.Hinni árlegu bílasýningu í Detroit lauk um síðustu helgi en hún er ein sú stærsta í heimi. Í ár voru það sjálfkeyrandi bílar sem áttu sviðið. „Ég held að 2018 verði minnst sem ársins þegar þessi vísindaverkefni byrjuðu að breytast í verslunarvöru,” sagði Jack Weast, yfirverkfræðingur hjá tölvurisanum Intel. „Bara fyrirtækið okkar mun afhenda meira en tvær milljónir sjálfkeyrandi bíla á þessu ári og þeir munu byrja að bjarga mannslífum hér í dag,” sagði Jack Weast. „Sjálfkeyrandi bílar eru enn í þróun en það gengur svo hratt. Ég held að þeir þróist hraðar en nokkur tækni sem við höfum séð áður því fréttirnar á þriggja mánaða tímabili geta breyst gríðarlega. Ég held að margir bílaframleiðendur séu að flýta sér að þróa tæknina,” sagði Jessica Caldwell, bílasérfræðingur Edmunds.com. „Hins vegar þurfa lög og tryggingar að vera fyrir hendi og allir þessir innviðir því þetta snýst ekki bara um tækni bílaframleiðenda,” bætti hún við.Frá bílasýningunni í Detroit. Bandarískir bílasérfræðingar telja að sjálfakandi bílar verði einkum í eigu þjónustufyrirtækja,Mynd/Reuters.Bílabyltingin mun taka tíma. En jafnvel í sjálfri Ameríku er því nú spáð að einkabílinn víki með sjálfkeyrandi vögnum. „Það líður langur tími áður en við höfum þá í innkeyrslunni hjá okkur og þegar það verður munum við ekki eiga þá. Einhver annar mun eiga þá, við verðum með áskriftarþjónustu og borgum fyrir hvern ekinn kílómetra,” sagði Michelle Krebs, bílasérfræðingur Autotrader. „Allt viðskiptamódelið fyrir fólksflutninga mun breytast en ég held að það sé miklu lengra í það en það sem við heyrum talað um,” sagði hún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Floti sjálfakandi leigubíla að koma á götur Phoenix Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. 12. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Hætta með spilakassa á Ölveri Vara við „Lafufu“ Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bílasérfræðingar segja þróun sjálfkeyrandi rafbíla hraðari en nokkur sá fyrir. Frönsku Renault-verksmiðjurnar hafa nú kynnt bíl sem tengdur er sýndarveruleika þar sem ökumaðurinn getur horft á annað landslag en sést úr bílnum. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Renault kynnti tilraunabílinn Symbioz í vikunni og hann er ekki aðeins sjálfkeyrandi heldur getur ökumaðurinn brugðið sér inn í gerviheim. Í fréttinni má sjá Mathieu Lips, þróunarstjóra hjá Renault, sitja í ökumannssætinu á franskri hraðbraut en horfandi á sýndarlandslag sem minnir á Kanada. Svo velur hann annan sýndarheim og er þá farinn að fljúga úti í náttúrunni. Bíllinn annast aksturinn, greinir umhverfið og heldur öruggri fjarlægð frá öðrum ökutækjum og hindrunum. Og veit hvar á að stoppa til að greiða vegtollinn. Í tilraunabíl Renault á 130 kílómetra hraða. Í stað þess að fylgjast með akstrinum á hraðbrautinni og halda um stýrið er maðurinn að horfa á landslag í Kanada eða fljúgandi í sýndarheimi úti í náttúrunni.Mynd/Reuters.Hinni árlegu bílasýningu í Detroit lauk um síðustu helgi en hún er ein sú stærsta í heimi. Í ár voru það sjálfkeyrandi bílar sem áttu sviðið. „Ég held að 2018 verði minnst sem ársins þegar þessi vísindaverkefni byrjuðu að breytast í verslunarvöru,” sagði Jack Weast, yfirverkfræðingur hjá tölvurisanum Intel. „Bara fyrirtækið okkar mun afhenda meira en tvær milljónir sjálfkeyrandi bíla á þessu ári og þeir munu byrja að bjarga mannslífum hér í dag,” sagði Jack Weast. „Sjálfkeyrandi bílar eru enn í þróun en það gengur svo hratt. Ég held að þeir þróist hraðar en nokkur tækni sem við höfum séð áður því fréttirnar á þriggja mánaða tímabili geta breyst gríðarlega. Ég held að margir bílaframleiðendur séu að flýta sér að þróa tæknina,” sagði Jessica Caldwell, bílasérfræðingur Edmunds.com. „Hins vegar þurfa lög og tryggingar að vera fyrir hendi og allir þessir innviðir því þetta snýst ekki bara um tækni bílaframleiðenda,” bætti hún við.Frá bílasýningunni í Detroit. Bandarískir bílasérfræðingar telja að sjálfakandi bílar verði einkum í eigu þjónustufyrirtækja,Mynd/Reuters.Bílabyltingin mun taka tíma. En jafnvel í sjálfri Ameríku er því nú spáð að einkabílinn víki með sjálfkeyrandi vögnum. „Það líður langur tími áður en við höfum þá í innkeyrslunni hjá okkur og þegar það verður munum við ekki eiga þá. Einhver annar mun eiga þá, við verðum með áskriftarþjónustu og borgum fyrir hvern ekinn kílómetra,” sagði Michelle Krebs, bílasérfræðingur Autotrader. „Allt viðskiptamódelið fyrir fólksflutninga mun breytast en ég held að það sé miklu lengra í það en það sem við heyrum talað um,” sagði hún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Floti sjálfakandi leigubíla að koma á götur Phoenix Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. 12. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Hætta með spilakassa á Ölveri Vara við „Lafufu“ Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30
Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45
Floti sjálfakandi leigubíla að koma á götur Phoenix Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. 12. nóvember 2017 21:00