„Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 19:45 86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun