Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2018 18:39 Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00
Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15